Andvari - 01.01.1901, Side 115
97
leyfir og afli býðst og róa á sexæringum, fjögramanna-
förum eða minni bátum. ■— Ef liajís legst að Norður-
landinu, þá má nærri geta, að hann bagi mjög alla sjó-
sókn, einkum á vorin; hann hefur að visu lítið gert vart
við sig nú um mörg ár, en getur komið þegar minst
varir og verður ávalt voðagestur fyrir fiskiveiðar, eins og
önnur þrif Norðurlands, óvinur, sem aldrei má gleyma,
þegar um einhver framtíðarmál þar er að ræða, svo í
fiskiveiðum sem í öðru. •— Eins og áður, tala eg hér
um hvern fjörð eða veiðipláss út af fyrir sig, og er þá
fyrst
Skjálfandajlói. Hann er um 3 ‘/2 míla á breidd og
3 mílur á lengd og rnjög opinn móti norðri. Yzt á hon-
um vestanverðum er Flatey, en Lundey nærri Tjörnesi.
Hann er víðast djúpur, en þó dýpri vestanmegin og á
honum miðjum yfir 100 fðm. Hraunbotn er í austanv.
flóanum, og út af Lundey, en leirbotn vestar og dýpra.
Föll eru ekki mjög hörð, en A-fallið (aðfallið) þó harðara,
fer inn með V-landinu og út með A-landi. Þannig er al-
staðar i fjörðum norðanlands. Brimasamt er mjög í hafátt,
og flóinn er mjög opinn fyrir liafís. Útræði er ekki mik-
ið, langmest í Húsavík og svo í Flatey. Auk þess er út-
ræði frá Víkunum vestan við flóann og frá nokkurum
bæjum á Tjörnesi. — Þeir Þórður Guðjohnsen verzlun-
arstjóri, Jakob Hálfdanarson kaupmaður, Jónas Sigurðsson
útvegsbóndi á Húsavík og Benedikt Benediktsson i Breiðu-
vík fræddu mig mest.
Menn róa nú frá Húsavík lengst um 2 mílur vest
ur í flóann, og svo norður í kringum Lundey. Frá
Húsavik gengu i sumar 15—20 bátar með 3—4 á, og á
haustin 4—6 á, flestir með eyfirzku lagi, en nokkrir norsk-
ir eða færeyskir. Þykja hinir færeysku ágjöfulir. Menn
sigla töluvert. Sjór er stundaður frá mai til ársloka, ef
7