Andvari - 01.01.1901, Síða 117
99
en hah áður verið mörg, stundum nær 30, »meðan
fiskiríið var gott á vorin«. Líkt er sagt um Flatey.
Um fiskigöngur er það ahnent álit manna við Skjálf-
anda, að þær komi flestar vestan með, og að vanalega
byrji að aflast þar 2 vikum siðan en á Eyjafirði, og fyr
í Fiatev en á Húsvíkingamiðum. Þó þykjast menn
verða varir við göngur beint úr hafi, eða austan með.
Bezt þykir fiskur ganga á austanverðan flóann í NA-
rumbum. Þegar fiskur fer, er álitið, að hann fari austur
með, t. d. 1899 kom nfikið af þorski og síld á djúpfló-
ann, og fór austur með. Fiskur kemur á síðari árum
ekki fyr en seint í júní, og fer aftur um göngur, en
stundum ekki fyrr en í árslok. Vöðuselur þykir spilla
mjög fiskiveiðum hér, flæmir burtu fisk. Selrifinn þorsk-
ur hefir funaist á floti í flóanum. Fyrir 1871 var ýsa
meiri hluti aflans, en síðan hefir meiri hlutinn verið
þorskur. Löngu verður varla vart hér heldur en annar-
staðar við Norðurland. Stórujsi kemur oft með síld.
Keila er nokkur í djúpinu, hlýri og steiubítur algengur,
af lýsu litið. Lúða hefir þótt þverra síðan Ameríku-
menn konrn hingað. Koli er lítið eitt veiddur og hrogn-
kclsi dálítið á Tjörnesi, mætti líklega vera meira. Skötu
er lítið um, enda lítið reynt að afla hennar, því hauka-
lóðir eru að eins brúkaðar í Flatey og það lítið eitt. I
þorskmögum, er eg skoðaði, var í sumum mikið af »löngu-
seiði«, Lumpcnus (alm. norðanlands). Halda menn, að það
sé ung langa, en það er sérstakt fiskkyn. Auk þess
kampalampi (Pandalus), slöngukrossfiskar (Ophiura)
krossfiskstegund ein (Ctenodiscus), Motella cimbria, smá-
þyrsklingur, sæfíflar (Actinia), gjátaska (Psolus), margfætla
(Hyas), skrápkoli (Drcpanopsctta) og lýsa. Útlend fiski-
skip koma ekki mikið á flóann; þó hafa botnvörpuskip
lcomið þangað nokkuð og gerst all-nærgöngul.
7*