Andvari - 01.01.1901, Side 119
IOI
("V
og eru helztu verstöðvarnar að vestan: Ólafsfjörður ('/a
rníla á lengd, */8 mdu á breidd), Böggvisstaðasandur
(Svarfaðardalur) og Litliárskógssandur, en að austan Lát-
ur og svo Hrisey, en annars er útræði frá mörguni bæj-
um á Ufsaströnd, Arskógsströnd og Látraströnd. Frá
innfirðinum gera og flestir bændur út, láta báta sína
liggja við í verstöðunum við utanverðan fjörðinn eða úti
í Héðinsfirði, ef fiskur gengur ekki á innfjörðinn. Og
það má taka Jiað fram hér, að með tilliti til Jiess má
skifta firðinum eftir línu milli Höfðans og Arnarness, því
fyrir innan hann er fiskur (fiskigöngur) aldiei stöðugur,
þar sem hann oft liggur lengi í útfirðinum, i djúpinu.
Af hinum mörgu mönnum, er fræddu mig um fiski-
málefni og hvalagöngur á firðinum, vil eg sérstaklega
nefna: feðgana í Höfða, síra Gunnar og syni hans, Bald-
vin og Þórð, Helga Laxdal í Tungu, Arna Guðmundsson
hreppstjóra á Þórisstöðum, Eggert Laxdal verzlunarstjóra,
og Þorgrím Þorvaldsson verzlunarmann á Akureyri,
Larsen síldveiðaformann og Guðmund Bildal á Litbár-
skógssandi, Baldvin á Böggvisstöðum, Asgrím Guð-
mundsson skipstjóra i Ólafsfirði, jóhannes Davíðsson og
feðgana Kristin og Stefán í Hrisey. Nokkura fleiri
greinda og athugula menn, er eg gjarna hefði viljað hafii
tal af, náði eg ekki í, af því þeir voru úti á þilskipum.
Eins og þegar er tekið íram, róa menn út á fjörð-
inn inuan til, þegar fiskur gengur þangað, en beztu og
stöðugustu fiskimiðin eru þó í útfirðinum, austur og
norður af Hrísey, á llifinu, kringum Hrólfssker, undir
Hvanndalabjargi og víðar. Þegar lengst er róið, er farið
alveg út úr firði, svo að Húsavíkurfjall sést fram undan.
Sjór er stundaður frá þvi á vorin að fiskur byrjar að
ganga i úlfjörðinn, seint í maí eða í júni, og fram i nóv-
ember; fyrmeir þó oft frarn til jóla, því fiskur fór þá
oft seinna en nú, en aðalvertíðin er þó haustið. A Ak-