Andvari - 01.01.1901, Qupperneq 120
102
ureyrarpolli stunda menn fiskiveiðar (þyrskling) oft Arið
um kring, því á veturna dorga menn mikið upp um ís-
vakir. A innfirðinum róa menn 2—3 á smábátum,
sömuleiðis á Látraströnd, en stundum á haustin á stór-
um sexæringum (sexræðingum). Á Árskógsströnd og i
Hrísey er mest róið á litlum sexæringum með 5 á, en í
Svarfaðardal mest á sexæringum með 7 á. Bátar eru hér all-
flestir með »E_vjafjarðarlagi<?, sem er sameining af lagi
hinna gömlu Eyjafjarðarbáti og norsku sjægte-lagi. Þeir
eru góðir i sjó að leggja, og vel lagaðir bæði til róðurs
og siglinga. Þeir eru að smíði og öllum frágangi vand-
aðri og smekklegri en aðrir íslenzkir bátar, er eg hefi
séð, og Eyfirðingum til sóma. Aí eldri bátunum voru
hinir smærri með gafli, líkt og á Húsavík og Vopnafirði,
en eru nú sjaldgæfir. A hverjum báti er 1 segl (sprit-
segl eða gaffalsegl, . sjaldan rásegl) og 1 fokka. Seglin
eru smá. 1899 gengu af Látraströnd, úr Grenivík og
Höfðahverfi 31 bátur, af Svalbarðsströnd 19, af Akureyri
36, úr Glæsibæjarhreppi 24, af Arskógsströnd og úr Hrís-
ey 64, af Svarfaðardal og Upsaströnd 23 og úr Olafs-
firði 19, eða alls 216 bátar. Þar af 24 að eins tih sílda-
veiða. Lendingar eru alstaðar góðar við innfjörðinn, en
brimsúgur oft allmikill við útfjörðinn, einkum i Bögg-
visstaðasandi og Ólafsfirði, þvi á báðum stöðunum er
aðgrunt.
Lóðin (línan) er aðalveiðarfærið og er oft all-löng, á
sexær. jafnvel 20 stokkar á 120 öngla, með 3 — 5 bóluni,
sem vanalega eru keUumyndaðar böjur; steinstjórar; lóðin
er oft lögð í bugðu eða lykkju, ef fiskur er á litiu svæði.
Oftast er beitt í landi. Þegar lóðin er tekin (dregin), er
hún stokkuð (tekin) jafnharðan og beitunni, sem á öngl-
unum er, kastað, ef ekki er lagt annað kast. Fer þannig
oft mikið af beitu til ónýtis. Flotlínur eru mjög lítið
brúkaðar á útfirðinum, en nokkuð á innfirðinum. Hauka-