Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 121
io3
lóðir nokkuð á sumrin á útfirðinum, en hafa alveg lagst
niður í Ólafsfirði á seinni árum. Haldfæri eru lítið brúk-
uð og þorskanet ekki. Aðalbeitan er sildin, ný eða fros-
in, en meðfram er beitt ýmsu öðru, svo sem ljósabeitu,
hnisugörnum (er þykja ágæt beita fyrir ýsu), smásilungi
og smohkfiski; hann kemur sjaldan (7. hvert ár), er veidd-
ur lítið eitt á smokköngla, og þykir ágæt beita fyrir væn-
an fisk. Skelbeita er litið brúkuð, því lítið er um skel-
fisk; þó er kraklingur (krákuskel) hingað og þangað með
firðinum; eg sá t. d. mikið reka upp af henni á Sval-
barðseyri i norðanstormi; hún var allstór. Öðu er lítið
um og kúskcl. Þó fæst töluvert af kúskel á lóðirnar í
Ólafsfirði og er beitt, en þykir ekki góð beita. Af
sandskel. er mikið á Laufásgrunninu, en er ekki notuð.
Sandmaðkur er nokkur við Höfðann; er heldur ekki notaður.
A síðari hluta 19. aldar hafa fiskiveiðar og útvegur
aukist stórkostlega á Eyjafirði. Um 1850 gengu að eins
3 bátar úr Hrísey og 3 af Arskógsströnd, og á siðustu
25 árurn hefir útgerðin aukist mest, og stendur það í
sambandi við það, að farið var að veiða síld af alefli og
því auðveldara að fá beitu, og að farið var að salta fisk
til útflutnings. Svo langt sem menn mana, hefir afli
aldrei brugðist á útfirðinum og fiskur sá, sem fluttur
hefir verið út, hefir ávalt farið vaxandi siðan 1875. Reynd-
ar hafa komið einstöku rýrðarár á nfilli. En á innfirðin-
um hefir afli oft brugðist nokkur ár í senn. Urn afla-
brögð fyrri hluta 19. aldar hefi eg að eins fengið upp-
lýsingar úr hinurn merku dagbókum síra Olafs á Kvía-
bekk. Síra Gunnar í Höfða, sonur lians, á bækurnar
(þær ná yfir tímabilið frá 1813 til 1862) og hefir hann
gert mér nfikinn greiða með að gefa mér úr þeirn út-
drátt um aflabrögð á útvegi föður síns á þessurn árum
(sjálfur fór sira Gunnar að stunda sjó- 9 ára gamall). Af
aflaskýrslum þessum má sjá, að afli hefir aldrei brugðist