Andvari - 01.01.1901, Qupperneq 122
104
í útfirðinum á þessu tímabili; fram að 1839 voru hlutir
þó að jafnaði töluvert lægri en eftir, en bezt aflaár voru
1851 — 57, einna hæst 1854, 1644 fiska hlutur. Sjór
var þá vanalega stundaður frá því rnitt í júní eða í
júlí frarn í nóv.—desbr. Arin 1851 og 54 var góður
afli í janúar, og '52 í marz og apríl. Síra Gunnar segir,
að lægri hlutirnir framan af stafi af því, að þá höfðu
menn miklu styttri lóðir, að eins 3—6 stokka (á 120
öngla) í einu og íslenzka öngla, sem ekki voru eins
veiðnir og hinir útlendu, er nú tíðkast. Svo var og
frarnan af að eins beitt Ijósabeitu, silungi og kindaslangi.
— Olavius getur um, að fiskur hafi allajafnan gengið í
fjörðinn síðustu 25 — 30 ár (fyrir 1780), telur meðalhlut
á vorvertíð 200 fiska í Ólafsfirði og Svarfaðardal, en
minna á Látraströnd og inni í firðinum, og segir, að
þorskur, lúða og hákarl gangi á djúpmiðin í apríi og sé
þar fram í okt., nóv. eða jafnvel fram í desember, en
gangi inn í fjörðinn á haustin, kringum Hrísey, og eink-
um austan \ið hana. Veiðarfærin voru haldfæri og lóðir.
í Jb. A. M. er getið um (1712), að fiskur hafi þá ekki
gengið á innfjörðinn í 20 ár og því aflalaust þar. Við
útfjörðinn mjög lítil útgerð (um Syðstabæ í Hrísey er t.
d. sagt: »Eitt skip heimabónda gengur. Inntökuskip
hafa verið' um hausttímann flest io-—11, það menn til
minnast, og eru mörg ár síðan. En næst fyrir bóluna
venjulega 3—4, síðan engin«. Þessu líkt var það annar-
staðar). Hrognkelsaveiði hafði þá brugðist víða við fjörð-
inn um mörg ár.
Það er almenn skoðun Eyfirðinga, að fiskur (þorsk-
ur og ýsa) komi vestan með inn i fjörðinn, og marka þeir
það á samanburði á afla fyrir austan og vestan og hvern-
ig fiskiskip úti íyrir haga sér. I.ítur út fyrir, að fiskur
gangi ekki frá Grímsey inn i fjörðinn, heldur austur
með. Sumir halda, að fyrstu vorgöngurnar korni vestan