Andvari - 01.01.1901, Síða 123
io5
og utan úr djúpi, inn með vesturlandinu, en austangöng-
ur fari fram hjá firðinum. 1 fyrsta lagi gengur fiskur
uin sumarmál og þá vöðuselur með, en vanalega ekld
fyr en í júní og þá oft magur (áður seint í maí). Fyrsta
ýsuganga kemur svo eitthvað hálfum mánuði seinna.
Seinni göngurnar korna vestan með, því þá fiskast fyrst
í Fljótum. Eins og annarstaðar koma göngur í stór-
strauma. Fyrst verður vart við fiskinn á firðinum undir
Hvanndalabjargi, en svo gengiir hann inn í fjarðardjúpið
N. og A. af Hrísey og legst þar oft, en stundum held-
ur hann langt inn á fjörð, sérstaklega þegar vöðuselur er
á eftir, því hann flæmir fiskinn alveg inn á Poll. Þannig
oft rnilli 1860 og '70. Sé vöðuselur fyrir inni í firðin-
um, þegar fiskur kemur, flæmir hann fiskinn út. Selur-
inn hefir yfirleitt rnikil áhrif á fiskinn, t. d. 1877 kró-
uðu rnörg hundruð selir mikla fiskigöngu í sundinu fyrir
vestan Hrísey. Var þá þríhlaðið þar á einu kasti. Seinna
hrökk svo gangan inst inn i fjörð. Að stundum gangi
vænn fiskur langt inn í fjörðinn sést af því, að eitt sinn
fiskaði Helgi Laxdal fisk undir Svalbarðseyri, sem að
eins fóru 30 af í skpd. En eins og áður er tekið fram,
er fiskur óstöðugur inni í firði, nerna ef .selur liggur til
lengdar úti í firðinum. A haustin þykja N.stormar bezt-
ir fyrir göngur, en landátt reka fisk út. Síðustu 14 ár
hefir aflast rniklu rneira af ýsu en undanfarið, þangað til
í sumar, að mestur hluti af aflanum var þorskur, eins og
áður var, og 'nann óvenjuvænn. 1 ísárum þykir liskur
ganga meir i fjörðinn en el!a, t. d. 1881. Þegar fisk-
urinn fer, fer hann að allra áliti austur með. A síðari ár-
um þykir fiskur ganga rninna inn í fjörðinn en áður, og
kenna menn um'bæði þilskipum, innlendum og útiendum,
úti fyrir, og svo veiðarfæra-fjöldanum í útfirðinum, en
ekki hvalaleysi. Þegar ætisgöngur eru ekkí með fiski,
er sennilegt, að fiskur kyrrist við hina miklu beitu, er