Andvari - 01.01.1901, Síða 124
kemur, í sjóinn d útfirðinum, þegar þar eru saman komn-
ir á 2. hundrnð bátar á litlu svæði, og sá fiskur, sem
þar er veiddur, fer ekki lengra; það er sjálfsagt. Þilskiþ-
in hygg eg að hafi minni áhrif. — Að mjög mikið af
smáfiski (þorski og ýsu) vaxi upp í firðinum, má ráða af
því, að mikið veiðist af honum árið um kring á Akur-
eyrarpolli, og svo af því, sem eg sá á Svalbarðseyri.
Þar var í sumar iðulega dregið á með 25 faðrna vörpu
við eyrina á 2 — 3 faðma dýpi og hafðir 60 faðma drag-
strengir. Fekst alt af í hana mikið af þyrsklingi (kóð),
smáum og stórum, á 3. ári, og af smáýsu (nyrðra alm.
kölluð »lýsa») af tveim stærðum: mjög smá á 2. ári, og
nokkuð stærri á 3. ári og svo eiginleg lýsa á 2. ári, og nnkið af
skarkola stórum og smáum og sandkola. Þegar dregið er á
dýpra, fæst stærri fiskur. Þegar svona mikið fæst af fiski á
eins litlum bletti og varpa þessi fór yfir, þá litur út fyrir, að
ógrynni af smáfiski séu i firðinum. Hvort hann er got-
inn þar, skal eg láta ósagt um. Menn segjast hafa fengið
| orsk ógotinn í firðinum og séð örsmá fiskseiði þar, en
hrognin geta einnig borist með straumum utan að og
inn í fjörðinn. Arsgamlan þyrskling eða á r. ári varð
eg eigi var við. Smáufsi var einnig mikill og stórufsi
sést stundum. Af öðrum fiskitegundum, sem að jafnaði
fást í firðinum, má nefna steinbit, hlýra, keilu og karja í
djúpinu í útfirðinum. Lúða og skata er nokkur; voru
þær áður veiddar töluvert á Haukalóðir, en þykja hafa
þorrið á síðari árum. Langa sést ekki. Hájur er sjald-
gæfur, en hámeri sést stundum, beinháharl einn sást f}'r-
19 árum. Um hákarl og síld, sjá síðar. Hrognkelsum
er töluvert af og þau veidd dálítið á ýmsum stöðum,
helzt við útfjörðinn; voru þó meira veidd fyrir 20 árum.
I vor voru 20 smánet í Olafsfirði. Þau ganga i
fjörðinn í apríl. Koli er mikill í firðinum, einkum skar-
koli, og hann bæði stór og feitur. Hann er veiddur dá-