Andvari - 01.01.1901, Page 125
io7
lítið með fyrirdrætti, t. d. á SvalLrtrðseyri, og víðar,
mætti eflaust veiða mjög niikið og verka til útflutnings
(til Belgíu). Loðna (vorsíli) kemur oft á vorin, stundum
með stórum ltrognum, en ekki lítur út fyrir, að þorskur
elti hana, þvi hún kemur oft áður en hann.
í Iirísey og í Olafsfirði hafði eg gott tækifæri til
að skoða innan í fiskinn, því urn það leyti var bezti afli
í útfirðinum af þorski og ýsu. I þorskmögunum fann
eg þyrskling, srnáýsu, kuðunga, karfa, er þilskip liöfðu
tekið beitu af, og síldarbeitu af lóðum, mikið af kampa-
lampa (Pandalus) og í mörgum ekkert; í ýsumögum leif-
ar af ormurn eða ekkert. í fiski, sem veiddist við Sval-
barðseyri, fann eg: i þyrsklingi srnáýsu og smálýsu, i
lýsu smásíld, í ýsu skeljar og orma og í skarkola að
eins skeljar.
Utlend og innlend fiskiskip eru mikið úti fyrir firð-
inum og ensk lóðagufuskip koma oít inn í fjarðarmynn-
ið, en af botnvörpungum hefir nð eins einn komið einu
sinni inn á Svarfaðardalsvík, með hulin kennimerki, en
fór fljótt aftur, reif að líkindum vörpuna.
Hásetar eru ráðnir upp á 50 kr. um mánuðinn
minst, sumarmánuðina, fá þar að auld »spotta«, */2 stokk
= 60 öngla, formenn heilan stokk. Af sexæringum
eru teknir þrir »dauðir« hlutir.
Fiskisamþykt gerðu Eyfirðingar með sér r 888. Voru
aðaláltvæði hennar, að ekki rnætti róa fyr en kl. 3 á
morgnana, ekki slægja úti og ekki beita nýrri síld og
fleiri beitutegundum, en síðasta atriðið er, því betur, upp-
hafið. Skagfirðingar gerðu og samþykt í lika átt, en ó-
giltu hana brátt aftur. Aðrar samþyktir veit eg ekki til
að hafi verið gerðar nyrðra.
Héðinsfjörður er litill fjörður (2/s mílu á leugd, 'li
mila á breidd) er gengur til SV inn rétt fyrir utan
rnynni Eyjafjarðar, jafnhliða Olafsfirði. Dýpi mest um