Andvari - 01.01.1901, Page 126
io8
20 faðma. Frá bæjunum í firðinum er fitið útræði, en
Eyfirðingar liggja þar oft við til róðra, því fjörðurinn
liggur vel við til að róa [ aðan, þegar fiskur er á djúp-
miðum, eins og Olafsfjörður.
Siglujjörður er litill fjörður (i míla á lengd, fia míla
á breidd), er skerst inn til S, vestan við Siglunes. Dýpi
mest um 20 faðma. Sjór er helzt stundaður á haustin,
en útgerð fremur lítil. Flaustið 1898 gengu þaðan 20
bátar (3 sex-, 8 fjögurra-og 9 tveggjamannaför) og aflaðist
4400 af þorski, 4 8,000 af smáfiski, 2000 af ýsu og og
2500 af trosfiski, aflað á færi og beitt síld eða fiskbeitu.
Bezt er útræði þar á Siglunesi. Lendingar eru góðar,
en fjörðurinn liggur mjög fyrir hafísnum, þegar hann er
á ferð. Fiskiniið eru mörg hin sömu og í Fljótum, og
fiskigöngum þvi líkt háttað og þar.
Norðan og vestan í skagann milli Eyjafjarðar og
Skagafjarðar gengur inn stór vík; við hana er fiskiplássið
Fljöt. Um fiskiveiðar hér fræddu mig þeir Einar B. Guð-
mundsson, kaupmaður, Þorsteinn sýslunefndarmaður Þor-
steinsson og Jó'.iann Jónsson í Haganesi. Víkin er öll
grunn og út frá henni gengur breitt grunn, með 20—
40 faðma dýpi, 3—4 mílur til hafs, að ál þeim, er geng-
ur frá djúpinu inn í austanverðan Skagafjörð. Inn í grunnið
liggja nokkurir minni álar, en dýpi í þeim hvergi meira en
70 faðmar. A grunni þessu eru fiskimið Fljótamanna
og bezt úti við álsbrúnina, en oft gengur fiskur allnærri
landi. Víðast er hraunbotn. Útræði er frá 3 stöðum:
Hraunakrók, Haganesvik og Mósvík, og gengu þaðan í
sumar um 20 bátar (6-, 4- og 2-rónir) með Eyjafjarðar-
lagi. Af því að þokuf eru alltíðar á sumrin og langróio
(2—3 mílur), brúka menn alment áttavita. Menn sigla
allmikið. Lending er góð í Hraunakrók og Haganesvík,
en slæm í Mósvík. Sjór er stundaður frá miðjum júrií
fram í miðjan júlí og svo á haustin fram í desember,