Andvari - 01.01.1901, Síða 127
109
en lítið um sláttinn. Undantarið voru nær eingöngu
brúkuð haldfæri, og beitt síld, silungi eða kverksiga, en
1899 var fyrst að ráði farið að brúka lóðir, og eru
þær nú lengstar 24 hundruð (20 stokkar) á sexæringum,
og beitt síld eða kræklingi, sem fæst í Miklavatni. Hauka-
lóðir voru áður brúkaðar, en nú lítið, því iúða þykir
hafa þorrið; skata fæst varla. — Breytingar hafa ekki orð-
ið miklar á fiskiveiðum í Fljótum á síðari tímum, nema
að útgerð hefir aukist töluvert á síðari árurn og síld-
beita, síðan saltfiskverkun byrjaði, var tekin upp, og nú
allra síðast lóðin. Með henni hefir komið ýsuafli, sem
áður var lítill. Eftir skýrslu, er Þorsteinn i Haganesi
hefir góðfúslega gefið rnér um hlutarhæð á báti hans
sjálfs og báti fóstra hans, síra Jóns Norðmanns, hefir
blutarhæð verið miklu minni fyriri88oen eftir, og 1853
—'66 mjög lágir. Skýrslun nær til 1849. Aflaleysisár
eru sjaldan.
Það er hér almenn skoðun, að fiskigöngur komi hér
flestar vestan með. Byrjuðu þær áður að korna um kross-
messu, en síðustu 6—8 ár ekki fyr en um miðjan júni.
Einstöku sinnum kemur fyrir, að fiskhlaup komi í apríl
og þá nefnt austanhlaup. Stendur stutt við. Fiskur er
vanalega farinn um jól. Ýsa kemur ætíð litlu seinna en
þorskur. Loðnuhlaup koma stundum á útmánuðum. Sand-
síli og háf verður varla vart við. Keilu og ufsa verður
oft vart við og hrognkelsi korna á útmánuðum, en lítið
veidd. Urn sjófiskinn í Miklavatni er áður talað. Þor-
steini telst svo til, að ’/8 aflans í Fljótum sé málsfiskur,
^/2 stútungur og 3/s þyrsklingur. — Meðaxt eg dvaldi í
Fljótum var bezti afli af þorski, stútungi og stórýsu.
] þorskmögunum var ekkert, eða smáýsa, smústeinbitur
og melt hafsild, í ýsumögum krossfiskur og rnikið af
ormum. Utlend fiskiskip (eiuknm Frakkar og Færeying-
ar) og innlend eru tíð á sumrin úti fyrir Fljótum.