Andvari - 01.01.1901, Side 128
i ro
Skagaýjörður skerst inn milli Straumness og Skaga-
tár. Hann er nærri 6 mílur á lengd, 4^/2 á breidd í
mynninu, en innanverður urn 2. A lionum miðjum er
Drangey, á mjóum hrygg, er gengur frá Hegranesi yzt
út í fjörðinn. A hrygg þessuni er rnjög grunt. Utarlega
á firðinum austanverðum er Málmey, tengd við Þórðar-
höfða með rifi. — Inn í fjörðinn skerast 2 álar írá djúp-
inu úti fyrir, sinn hvorumegin við Drangeyjarhrygg-
inn. Dýpi 50-—70 fðm. mest. Straumar haga sér líkt
liér og annarstaðar á fjörðum norðanlands, en eru ekki
rnjög harðir. I botni er víðast sandur eða leir. Þeir
Jón Guðmundsson sýslunefndarm. á Sauðárkrók og Kon-
ráð Jónsson hreppstjóri í Bæ fræddu mig helzt unr fiski-
mál í Skagafirði. Útræði er frá öllum bæjum í Sléttu-
hlíð, er liggja að sjó, einkum Lónkoti, sömuleiðis af
Höíðaströnd, einkurn frá Bæjarklettum og úr Hofssveit,
einkum frá Hofsós, í sumar alls 27 bátar. Enn fremur
frá flestum bæjum á Reykjaströnd (6—7 bátar) og Skaga,
en aðalverstöðin er þó nú Sauðárkrókur (25 bátar). Bát-
arnir eru flestir 4 mannaför og sexær., með ýmsu lagi.
A Sauðárkróki og víðar hafa menn keypt á síðari árurn
báta frá Faxaflóa. Lendingar eru víðast allgóðar. einkum
við Bæjarkletta og í Hofsós. A vorin liggja mirgir við
í Drangey til róðra og fara þangað í júníbyrjun. Nú er
nærri eingöngu brúkuð lóð, lengst 20 stokkar, auk spotta.
Færin eru nú mjög litið brúkuð, en voru áður aðalveið-
arfærið. Eyfirðingur einn kom fyrst með lóð í Skaga-
fjörð 1853. Kaflínur og þorskanet hafa ekki verið reynd,
þó líklegt væri, að þau mættu lánast vel, og Olavius
skýrir frá þvi, að urn 1730 hafi verið brúkuð þorskanet
og síldarnet frá Hofsósi, og hafi orðið mikill ábati af. —
Menn beita nú mest sild, en einnig fuglaslógi á vorin
við Drangey og svo kinda- og hnísuslangi og sjóbeitu.
A síðari árurn hefir útgerð aukist töluvert og fiskiveiðar