Andvari - 01.01.1901, Page 129
III
stundaðar af meira kappi en áður; sérstaklega hefir Sauð-
árkrókur gengið á undan í því, sem sjá má af því, að
fyrir eitthvað 25 árum gengu þaðan að eins 3—4 bátar,
en í sumar 25. Saltfisksverzlunin, lóðarbrúkunin og síld-
arbeitan haía hér sem annarstaðar nyrðra lirundið fiski-
veiðunum áfram. — Fiskigöngur byrja vanalega að koma
seint í maí og koma þá vestan með og inn vesturálinn.
Gengur hanu oft inn undir Héraðsvatnaósa á eftir síld-
inni, en verður stöðugastur á innfirðinum í Hólakotsdjúp-
um, en bezt fiskimið er á Sandinum vestan við Drang-
ey. Ysan kemur oftast nokkuru á eftir þorskinum. Aust-
angöngur eru miklu sjaldgæfari en hinar og stopulli, fara
helzt inn í austurálinn inn undir Þórðarhöfða. Bezt
gengur fiskur að laudi í hafátt. Niðurburður þykir stöðva
fisk á göngu og marka menn það af því, að oft gangi
hann að landi eftir róðrafrátök. Fiskur fer vanalega með
síldinni um réttir eða í síðasta lagi með jólaföstu. Stund-
um koma þó göngur á óvanalegum tímum, eins og t. d.
1883—84, er hann kom um jól. Var þá hlaðfiski í hálf-
an mánuð frá 3. í jólum; síld var þá með. Um 1860
kom fiskur nokkur ár í apríllok, en svo i miðjum eða
seint í júní. 3—4 síðustu ár hefir hann aftur komið
seint í maí. 1875 kom óvnnalega vænn fiskur, sem var
ógotinn; annars er hann gotinn. A vetrum verða menn
ekki varir við fisk, þótt reynt sé, og í hákörlum, er veið-
ast á vetrum í firðinum, verður ekki vart við fisk. —
Loðna kemur oft á vorin og fiskur með henni; sandsíli,
steinbít bg ldýra er lítið um. Langa sést ekki. Skata
og lúða þverra, en menn veiða litið af þeim nú, því
haukalóðir eru nú lítið reyndar. Hrognkelsi er heldur
ekki mikið um, enda lítið reynt að veiða þau. Líklegt
er að koli sé mikill á innanverðum firðinum úti fyrir ós-
um Héraðsvatnanna, eú ekkert er rejmt að veiða hann.
Ekki nmna nienn eftir neinum aflaleysistímabilum. I Jb.