Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 130
112
A. M. er sagt um Utanverðunes: »Inntökuskip að forno,
þegar fiskur gekk inn á Skagafjörð . . . . ; ekki muna
menn, hve lengi þetta varaði«.
Ekki koma útlend fiskiskip vanalega nema inn í
fjarðarmynnið; þó hafa einstöku botnvörpuskip komið
langt inn á fjörð, en ekki verið þar langdvölum.
Uti af Skaga. gengur mikið grunn milli Skagafjarðar-
álsins og Húnaflóadjúpsins, nær það um 3 mílur til norð-
urs og dýpið víðast 30—50 fðm. Skagarifið gengur 2/3
milu út frá N.-V.horni Skagans og skilur Skagagrunnið
frá Nesjasjónum. A utanverðum Skaga var ágætt fiski-
pláss á fyrri hluta 19. aldar, en nú er þar þvi næst sem
ekkert útræði, svo þar er þá líkt ástatt og undir Jökli
sunnanverðum. Menn íara nú að eins á sjó við og við
til þess að fá i soðið, og 1 skip, sem stundar reglulega
róðra, er látið ganga úr Nesjum. Hinn eini maður, er
eg gat fengið upplýsingar hjá, var gamall maður í Höín-
um, Klemens Jónsson. Auk þess sem heimamenn stund-
uðu sjó, sótti þangað fjöldi inntökuskipa. Aðalverstöðin
var í Hafnabúðum, en auk þess gengu fleiri eða færri
skip frá ýmsum stöðum t. d. Piltabúðum, Rifi, Mánavík,
Víkum og Asbúðum. Þegar Klemens man fyrst eftir,
nokkuru eftir 1840, gengu að eins 6—7 sexæringar frá
Hafnabúðum; en löngu áður gengu þaðan fjöldamörg skip,
frá Piltabúðum og Rifi minst 5, og svo mörg frá öðrum
stöðum. Vorvertið byrjaði um fardaga og endaði í 11.
viku sumars, en haustvertíðin eftir göngur og eftir því
sem tíð og afli var fram undir jól. Lendingar voru góð-
ar hjá Höfnum í malarvikum milli kletta; en þær hafa spilst
nokkuð á seinni árum af þvi að fjaran »gengur upp«,
þar og annarstaðar á Skaga. Menn reru vanalega út á
Skagagrunnið og oft alldjúpt, 2—3 milur út. Iflaldfæri
voru eingöngu brúkuð og beitt ljósabeitu og stundum sil-
ungi, var fiskurinn mestmegnis þorskur og allmikið ,af