Andvari - 01.01.1901, Page 131
113
lúðu, lítið ;if skötu, en nálega engin ýsa. Stundum komu
vestangöngur, en oftar austangöngur og í þeim vænni
fiskur; með göngunum var mikið af síld, loðnu og hvöfi
um. Fiskur gekk á grunn síðari hluta sumars, en þó
ekki eins grunt og nú. Fyrir um 20 árum' hættu inn-
tökuskip að róa á Skaga, því þá var fiskiafli þrotinn al-
veg. Að hann þraut, kendu menn útlendum fiskiskipum,
sem þar var mikið af, einkum Frökkum. Enn þá er oft
margt af fiskiskipum á Skagagrunnum bæði innlendum
og útlendum, einkum Færeyingum. Sýnir það, að aftur
er kominn fiskur á þessi mið. Kemur það hér í ljós,
sem eg hefi áður tekið fram, að þegar afli einu sinni
þrýtur í veiðistöð urn nokkur ár, þá er mjög erfitt fyrir hana
uppdráttar aftur, jaínvel þótt fiskur sé á ný kotninn á mið-
in, því menn hafa ekki mátt til að bera sig eftir. björginni.
Nes og Skagaströnd eru veiðiplássin á vestanverðum
Skaga. I Nesjum er nú aðalveiðistöðin og gengu þaðan
í haust er leið 10 sexæringar, af þeim 7 inntökuskip,
fiest innan af Skagaströnd. A vorin ganga að eins fáir
bátar. Uppsátur og lending góð sunnan undir syðra
Kálfsbamarsnesi, en þrautalending fyrir S.V.-átt norðan
á þvi. En milJi nesjanna væri bezta bátaliöfn, í lítilli
vík, ef bygt væri fyrir framan. En það yrði mjög dýrt.
Pétur Bjarnason á Tjörn fræddi mig um veiðarnar. Menn
róa vestur í flóann, lengst 2—3 mílur. Botn er þarvíð-
ast hraunóttur og smádýpkar út í Húnaflóadjúpið, en þar
er yfir 100 fðm. dýpi. Föll eru liörð; fyrir innan Skaga-
rif er oftast norðurfall, en fyrir utan þ?ð skiftast á aust-
ur- og vesturfall. Á haustin er eingöngu brúkuð lóð (20
stolvkar) og beitt smálúðu, ýsu eða síld, en sildina er
erfitt að fá, annaðhvort lítið eitt í lagnet eða þá frosna
frá Blönduósi, gegnum Skagastrandarverzlanir, og verður
hún þá dýr. Stundum rekur smokk, eða hann er veidd-
1 8