Andvari - 01.01.1901, Síða 132
ur lítið eitt og er honum þá beitt. A vorin brúka rnenn
oft haldfæri og krækja þá fiskinn á stóra, bera öngla.
Skelbeita fæs’t engin. Haukalóðir voru hrúkaðar áður,
því þá var töluvert af lúðu, en henni hefir fækkað síðari
árin. Skatá er fremur sjaldgæf. Fiskur bregzt hér sjald-
an, ef is bagar ekki. Pétur veit að eins um 3 aflaleysis-
ár fyrir 70 árum. S.- og S.V.-átt þykir verst fyrir fiski-
göngur, en N.- og S.A.-átt bezt. — Hrognkelsaveiði er
töluverð hér og í Höfnum, en brást 3 undanfarin ár
(líkt .og syðra). — Það eru að eins fá ár síðan að farið
var að verka saltfisk til kaupstaðarvöru og er hann lagð-
ur blautur inn í fiskitökuhús frá Skagastrandarverzlunum.
Útvegur er heldur að aukast, en fátækt og fámenni er
mikið i Nesjum, og framkvæmdamáttur því lítill; þó eru
menn að hugsa um að koma upp frystihúsi eða að minsta
kosti ískjallara, til að ge.yma i síld og er það nauðsynlegt.
Fyrir 2—3 árum komu 2 botnvörpuskip í Nesjasjó á
mið, sem kallast Pollar, smáir leirblettir, sem fiskur brást
aldrei(?) á áður. Síðan hefir ekki orðið vart þar og er það
kent botnvörpungum. Annars hafa útlendingar (fullyrt var
að það væru Færeyingar) gerst rnjög nærgöngulir þar ytra,
einkum hjá Höfnum, komið inn að landi á bátum, skot-
ið æðarfugl og sei í varpeyjum oftsinnis og gert sig lík-
lega til að skjóta á fólk, er reynt hefir að njósna um þá.
Slíkt hátterni er miður fagurt, ekki sizt af samþegnum
vorum, og vandræði að ekki skuli vera auðið að hafa
hendur, í hári þeirra.
Af Skagaströnd er róið frá ýmsum stöðum á vorin
og sumrin út á miðin þar út undan, einkum frá Eyjar-
uesi, verzlunarstaðnum og undan Brekkunni. Brúka menn
ýmist lóð og beita síld, smálúðu, smáýsu, smokk
eða kindagörnum, eða brúka haldfæri á grunni. A haust-
in liggja menn við úti í Nesjum, því fiskur fer fljótt
þaðan af innmiðum; alt af farinn mánuði eftir réttir. Ufsa