Andvari - 01.01.1901, Side 133
hefir fitið orðið vart við á Skagaströnd, nema í sumar
fekst þar allmikið af honum í silunganet. Lýsu sá eg
þar og smáan saudkola, en annars er lítið um kola. I
mögum þorsks, sem fenginn var þar úti á 30 fðm., fyrir
utan og innan verzlunarstaðinn, fann eg lönguseiði, kross-
fiska, einstöku sild, sæblóm (aktiníur) og ýmsa orma. —
I ýsumögum að eins skeljar (Yoldia). Stórýsan er hér
mjög stór, eins og annarstaðar við N. og A. land; taldar
150 í skpd.
Um og eftir 1880 var mikið útræði á Skagaströnd,
en það beið mjög mikinn hnekki við mannskaðann mikla
3. jan. 1887 og hefir hvergi nærri náð sér siðan.
Við sjálfan Húnajjörd er lítið útræði, en þó róið frá
Blönduósi og bæjunum næst fyrir utan Blönduós þegar
fiskur gengur inn á f jörðinn. — Líklegt er, að mikið af skar-
kola sé úti fyrir söndunum þar, einkum út undan ósunum;
ekkert er reynt að veiða.
A Vatnsnesi er töluvert útræði frá bæjunum utan til
á nesinu. Fiskimiðin iiggja eiginiega alt í kring um nes-
ið, en á seinni árum er eingöngu róið norður og vestur
i flóann og alt af djúpt, 1 — 3 mílur út í hina djúpu ála,
er ganga inn milli grynninganna vestur af nesinu; minsta
dýpi sem róið er á er 60—70 fðm., en dýpst um 120
fðm. Leirbotn er í álunum. Vestur frá nesinu liggur
i—1'/2 mílu breitt grunn, en svo taka við hyldjúpir álar,
með grynningum og blindskerjum á milli, þvert yfir fló-
ann, að Ströndum, fyrir utan Steingrímsfjörð. Fyrir aust-
an nesið á Ffúnafirði er jafndýpi, 20—40 fðm. í vor
gengu 9 sexær. og 2 fjögram.-för, flest keypt frá Faxa-
flóa, en nokkur með gömlu lagi, er tíðkast hefir á Vatns-
nesi og Ströndum. Vorvertíð byrjar í miðjum júní og
endar ineð slætti, haustvertíð frá réttum til jólaföstu, áð-
ur til jóla; síðustu 2—3 ár eru menn einnig teknir að