Andvari - 01.01.1901, Page 134
róa um sláttinn, helzt lausamenn. Lendingar eru víða
allgóðar, en vandrataðar leiðir inn vegna grynninga. —
Aðalveiðarfærið er lóðin; leggur hver háseti sér til 3
stokka og beitu, eða jarðarábúandi leggur til beitu og
húsnæði handa skipshöfuinni móti '/2 hlut. Beitt er í
landi í bjóð og ekki lagt nema eitt kast. Beitan er nærri
eingöngu krækJingur, sem allur er tekinn í Sigríðastaða-
ósi. Þykir hann góð beita og í sumar var hlaðafli oft.
Þykir fiskur tregaistur á kræklinginn, þegar síld er að
ganga. Síld er ekkert veidd enn þá. Smokk rekur
stundum og er þá beitt. Haldfæri eru Htið brúkuð.
Haukalóð, tneð 50 önglum nr. 1, er brúkuð á sumrin
og framan af hausti fyrir lúðu og skötu. Þær hafa ekki
þorrið.
Fratn til 1882 var vanalega góður afli á Vatnsnesi
bæði vestanmegin og austanmegin (i Húnafirði). En
1882 tók snögglega fyrir aflann vestanmegin og smám-
saman austanmegin, án þess menn sæju nokkurar orsak-
ir. Þó var hvalrekanum mikla á Anastöðum sama ár
kent um; fiskurinn átti að fælast burt af ýldunni frá
hvalaskrokkunum um sumarið. Síðasta árið, sem afli var
austanmegin, hafði fiskur verið mjög smár. Nú á sið-
ustu árum hefur fiskurinn komið aftur vestanmegin, í
sumar var ágætis afli og á Húnafirði var farið að verða
vart við smáfisk. Olavíus talar litið um fiskiveiðar á
Vatnsnesi og Skaga, eða gerir ekki mikið úr þeim. í Jb.
A. M. er talað urn útræði á Skaga og Skagaströnd, en
eftir þvi að dæma hefur það ekki verið mjög mikið þá
(1708). Um Súluvelli á Vatnsnesi er sagt, að þar sé
heimræði frá vordögum til jóla og vel til afla komið, ef
á Húnafirði er aflavon. Um fllugastaði: »Heimræði frá
vordögum til jóla, þá fiskur er á flóanum milli Vatns-
ness og Stranda, en nokkuð miður til fiskjar komið en
innar á nesinu (Anastaðaseli) . . . erfitt langræði í djúp