Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 135
að sækja, þá fiskur gengur ekki á grunn upp. Gengur
hér nú ekki skip, síðan fiskur lagðist frá«.
Um fiskigöngur héldu menn áður að þær kæmu
helzt vestan með. Langa, karfi, steinbítur, lýsa, og sand-
síli eru sjaldgæf. I þorskamögum fann eg síld, lönguseiði
krossfiska og sæblóm. Stundum kvað vera mjög mikið
af kampalampa (Pandalus) í fiski. —■
Það er á ný að lifna yfir fiskiveiðum á nesinu og
nýlega farið að verka fisk til verzlunarvöru; áður var
hann hertur eða saltaður handa sveitamönnum. Menn
hafa enn ekki fengið sér hús til að salta í fiskinn, en
fisktaka er á Stöpum. — Urn fiskiveiðarnar á Vatnsnesi
fræddu mig síra Jón á Tjörn, Hrólfur Jakobsson á
Illugastöðum, ungwr og ötull fiskimaður og Jóhann í
Hindisvík.
Miðjjörður er nærri 2 mílur á lengd og tæp 1 /2 míla
á breidd víðast. Innan til í honumerij — 30 fðm. dýpi;
en utan til 50—60 fðm., úti fyrir honum kringum 60
fðm. og jafn-dýpi. Víðast leirbotn. Þar er iítið útræði
og að eins frá yztu bæjunum báðuntegin fjarðarins að
staðaldri; íhaust 4—5 bátar og stundum nokkur inntöku-
skip. Róa menn út á fjörðinn, þegur fiskur gengur inn
í hann, en annars út í djúpið, úti fyrir. Aðalveiðarfærið
er lóðin. Fyrir 1883 var fiskur á hverju sumri inn í
firðinum, en svo fisklaust i 9 ár. Síðan hefur fiskur
gengið nokkuð á hverju sumri í fjörðinn, einkum 1897,
þvi þá kom mikið hlaup, bæði í Miðfjörð og Hrútafjörð
um sumarið og hnustið. Þyrsklingur og ýsa er oft í
firðinum og kemur á vorin. Uti fyrir er fiskur miklu
stöðugri og færir sig mjög hægt inn eftir flóanum. Þeg-
ar fiskur hleypur inn i fjörðinn, eltir hann oftast síld,
loðnu eða kampalampa. Unt bæina við utanverðan Mið-
fjörð segir í Jb. A. M.: Heimræði er hér vor, sumar og
haust, þó því að eins að fiskur gangi inn í Miðjarðarbotn