Andvari - 01.01.1901, Side 136
118
Hefur það oft að gagni verið, en nú í rnargt ár að litlu
eða engu.
Af því, sem sagt hefur verið hér að framan urn
vanalegar fiskiveiðar á Norðurlandi, má sjá, að allmikil
breyting hefur orðið á þeim á síðasta þriðjungi hinnar
liðnu aldar, eins og áður er tekið fram. Þessar breyting-
ar eru mikil framför frá því, sem áður var, og ein hin
helzta af þeim er sú, að menn hafa alstaðar tekið upp
langar lóðir, svo afii hefur orðið miklu fljótteknari en
áður; sjálfsagt er fiskurinn að jafnaði smærri en meðan
menn brúkuðu meir haldfæri, en það hefur rneir en
unnist upp af miklu hærri tölu á öfluðum fiski yfirleitt,
sérstaklega hefur meira veiðst af ýsu en áður var, ogget
eg eigi betur séð en að telja megi hana lireina viðbót
við afla þann, er áður var, og þó ýsan sé í lægra verði
en þorskur, þá er norðlenzka ýsan sannarlega ekki til að
stná, jafnvæn og hún er. Á Eyjafirði telja menn t. d. af
málsflski 140—160 í skpd, en af ýsu 160—180. Svo
mikið veiðist þó af smáfiski, að um 200 eru talin þar
að meðallagi í skpd. af öllum fiski. Onnur aðalbreyting-
in er sú, að menn hafa alment farið að hafa síld til beitu.
Að tala um kosti hennar álít eg óþarft; en ekki er öli
sildbeita jafn-góð og fer hún eftir því, hvernig hún er
geymd. Sildbeita er nú eflaust hin auðfengnasta beita
norðanlands, því síðari ára reynsla 'sýnir, að nóg er af
sild til beitu í fjörðunum, ef menn að eins hafa tæki til
að afla hennar, eða ná í hana, ef hana er að fá á ein-
um flröi, en ekki öðrum, og svo geyma hana. En til
þess að flytja beitusíld á milli fjarða þyrfti sérstakan
gufubát með frysti í. Það er leitt, hve mikið ónýtist af
sildbeitu á hinum löngu lóðum, þegar að eins er lagt