Andvari - 01.01.1901, Qupperneq 140
122
Þótt höfnin á Oddeyri og Akureyri sé örugg, þá
eru þeir staðir ekki vel settir fyrir þilskipaútgerð til fiski-
veiða, að því leyti sem þeir liggja inst við fjörðinn, en
hann er svo erfiður innsiglingar, vegna lengdar, mjóddar
og strauma, að það getur tekið marga daga fyrir seglskip
að ná sér út úr firðinum, ekki sízt á sumiin, þegar haf-
golan er tiðust. Eg sá þannig í sumar eitt skipið, sem
var á útsiglingu, vera utar að kveldi en það vat næsta
morgun, og það endaði með því, að það varð að varpa
akkeri til þess að berast ekki iengra inn. Að þessu leyti
stendur Siglufjörður margfalt betur að vigi, þar sem þar
er örugg höfn, sem liggúr rétt við hafið. Það virðist
því vera miklu liaganlegra fyrir Akureyrarskipin, að leggja
upp aflann og taka nauðsynjar sínar á Siglufirði, en þótt
þau liggi inni á Polli á veturna. Þetta ættu útgerðar-
menn á Akureyri og Oddeyri að íhuga, því það er eng-
inn smáræðis-tímaspillir og þar með aflaspillir, að sigla
út og inn Eyjafjörð.
b. Há'karlaveiðar
hafa verið stundaðar á Norðurlandi frá ómunatíð, og með
meira kappi en víðast annarstaðar á landinu, en þó hefir
dregið úr þeim á siðari árum eftir að lýsið féll í verði
og aðrar fiskiveiðar ukust. Veiðarfierin hafa verið tvenns
konar: lagvaðir og sóknir. I.agvaðnum hefi eg lýst í
Andv. 1899, bls. 79. Hann var brúkaður mikið fram á
síðari hluta 19. aldar, inni á fjörðum eða nærri landi, en
er nú lítið brúkaður. Menn brúka nú því mest sóknirn-
ar og beita selspiki eða hrossakjöti. Helztu veiðiplássin
eru og hafa verið Eyjafjörður, Siglufjörður og Fljótin, og
svo Tjörnes og Skagi. Á Eyjafirði höfðu menn í gamla
daga stór opin skip, áttróin, til hákarlaveiða, höfðu 2
sóknir á hverju og lögðu fyrst út í miðgóu, og voru
nfiðin einkum vestur og norður af Siglunesi. Eftir miðja