Andvari - 01.01.1901, Page 141
123
öldina fóru menn að koma sér upp þilskipum til að
stunda veiðina á, en opnu skipin lögðust niður að mestu.
Smíðaði Þorsteinn á Skipalóni fyrsta þilskipið. Fjölgaði
þeim fljótt og flest urðu þau 24, og allfest bændaeign.
Höfðu Eyfirðingar myndað með sér ábyigðarsjóð fyrir
skipin, þegar útgerðin stóð með mestum blóma. En það
hefir dregið úr henni á síðari árum, og 1899 gengu 9
þi'skip til hákarlaveiða. Veiðitíminn er frá miðjurn apríl
fram í ágúst eða sept., og veiða menn víðs vegar fyrir
Norðurlandi og Vestfjörðum. Inni á Eyjafirði var lag-
vaður brúkaður fram að 1870. A Siglufirði hagaði líkt
til um veiðina, en þó afla menn þar enn nokkuð á opin
skip. 1899 gengu þaðan 6’ þilskip til þessara veiða.1 I
Fljótum gerðu bændur út 5 þilbáta til hákarlaveiða milli
1860 og '70, á vorin og framan af sumri; en sú útgerð
hætti fyrir 1870, af því að hún borgaði sig ekki. A síð-
ari árum hafa menn haldið út litlum áttæringum, 1896
3, og öfluðu þeir allir 120 tnr. lifrar. Úr Sléttuhlíð og
af Skaga austanverðum veiða menn nokkuð af hákarli
með sóknum og lagvöðum. Einnig af utanverðum Skaga
og af Skagaströnd á veturna með sóknum. A Tjörnesi
veiddu menn áður með lagvöðum eða sóknum, en 2 síð-
ustu ár hefir ekkert aflast þar, né heldur á Húsavík.
Þaðan hefir varið farið í hákarlalegur á nótabátum, en
ekkert fengist. A Sauðárkrók var í vetur reynt á einum
bát að veiða hákarl inni á firðinum og gekk vel. A
Eyjafirði verður vart við hákarl úti hjá Látrum um jól,
og inn á fjörðinn er alment álitið að hann gangi með
góutungli. Menn, sem eg talaði við, hafa aldrei séð
unga í hákarli og aldrei nema skurnlaus egg. Stærsta
hákarla hafa menn séð 12—14 álnir, og mesta lifur 2
1) Um afla á hákarlaskipum í Eyjafjarðars/slu 1862—•
83 er skyrsla eftir Ól. Davíösson í Andv. 1886, bls. 41.