Andvari - 01.01.1901, Side 143
125
8 nótlög við Eyjafjörð: Bergsteinn Björnsson, Clir.
Havsteen og Norðmann, E. Laxdal, Thor. Tulinius á
Oddeyri og Akureyri, Herlufsen i Krossanesi, Stixrud í
Glæsibæ, Clausen á Eskifirði i Litlaárskógssandi og
Wathnes erfingjar í Hrísey og á Oddeyri. Þeir sem
nótlög eiga, veiða einkum með kastnótinni, og setja sild-
ina í lás, eins og Norðmönnum er titt, en annars er nú
rnikið af síldinni veitt i lagnet, og hinir efnaminni út-
gerðarmenn og fiskimenn veiða sild sína á þann hált.
A Akureyrarpolli eru síldarnet oft lögð undir is á vetr-
um, með líku fyrirkomulagi og silunganetin i Mývatni. A
síðari árum, eins og enda oftar, hefir nótveiðin verið
mjög stopul, og lagnetaveiðin hefir þá gefið jafnari arð
en hin. Reknetaveiði hefir ekki verið reynd neitt að
ráði, en þó eru einstaka menn farnir að hugsa um að
reyna hana, þar sem það er vist, að oft er sild úti i
firðinum, sem ekki gengur að landi. Norðmaður einn
hefir í ráði að byrja á því, og hafa stöð sína í Hrísey,
og E. Laxdal lét í ljósi við mig löngun til að gera til-
raun. Það væri óskandi, að hún yrði framkvæmd og
vildi lánast vel.
Eyfirðingar hafa fjögur nöfn á sildinni, eftir stærð:
kópsild, spiksíld, millisíld og hafsild. Kópsíld og spik-
síld eru víst oft i firðinum árið um kring, bæði utarlega
og innarlega. Stærri síldin, einkum hafsíldin, kemur vana-
lega í fjörðinn seinni hluta sumars eða (hafsíldin) á haust-
in. Gengur hún þá oft alveg inn i fjarðarbotn, en held-
ur sig mest á Skjaldarvik og við Svalbarðseyri; oft geng-
ur hafsíldin ekki inn í innfjörðinn, en heldur sig kring-
um Hrísey. Inn i Ólaísfjörð gengur smásíld oft snemma
sumars, en hafsíldin ekki fyr en síðla sumars. Siðustu
50 ár hefir síld komið regluiega á hverju ári, meira eða
minna, inn í fjörðinn, þótt hún hafi ekki ávalt veiðst,
jafnvel þegar mikið hefir verið at’ henni. Það er alment