Andvari - 01.01.1901, Side 144
126
álit, að hafsíldin komi vestan með og inn Vesturálinn,
en fari út Austurálinn og austur með landi (fylgi straum-
unum). Síðari hluta surnars kernur inikið af marglittu
[Cyaned) og smá-átu inn í fjörðinn, og þjdtir það vera
fyrirboði síldar. Súla er oft með síldinni á haustin.
Ekki hafa menn séð hrogn í spiksíld, en stærst hrogn í
hafsíld í ágúst. í hafsíld, sem veidd var i ágúst i sum-
ar við Böggvisstaðasand, voru hrogn Jítið þroskuð, en
mikill »mör». Larsen Norðmaður hyggur, að sild hrygni
ekki í firðiiuim, og Eyfirðingar gátu ekki sagt mér neitt
með vissu um hrygningartíma hennar. Síld, sem Jremur
semma á haustin, fer oft ekki fyr en eftir nýár. Sildin
þy^kir leggja af þegar líður á liaustið.
A Skjálfanda verður oft vart við sild, og 2 siðustu
ár kom milúð af hafsíld á djúpflóann, en gekk ekki á
grunn, en spiksíld gengur nærri landi (t. d. i sumar) i
Húsavik, og er veidd til beitu með lagnetum, föstum á
öðrupi enda, eða með fyrirdrætti við land. Eitt sinn var
reynt að veiða með reknetum (5—6 net í trossu) á nót-
bát úti í flóanum. Gekk það allvel, því 1100 sildir
fengust á einuni sólarhring. Síldargöngur þykja haga
sér líkt og þorskgöngur, d: koma vestan með og fara
austur með.
I Fljótum gengur síld oft á grunn, inn á Hrauna-
krók og Haganesvik, og er veidd nokkuð i lagnet til
beitu. Hún kemur hér um bil á hverju sumri. A
Skagafirði hafa menn litla reynslu um síldargöngur, því
hún hefir Jítið verið veidd fyr en á siðari árum, og að
eins til beitu. Við Höfðaströnd kemur smásild oft
snemma, og eins og forboði hafsildar, sem kemur í á-
gúst eða seinna. Er hún þar allstöðug á grunni. Sést
hefir sild þar með stórum hrognum i ágúst. A Sauðár-
króki og annarstaðar vestantil á innanverðum firðinum
var mikið af hafsíld um og eftir 1860, en siðustu 20 ár