Andvari - 01.01.1901, Page 145
127
helir hún aldrei verið þar í eins stórum torfum. Smá-
síldin kemur. í byrjun júnímán., og gengur oft þétt upp
að landi, t. d. tvö síðustu surnur, og hafsíld einnig.
Síldin þykir ætið koma vestan með. Hún er veidd í
lagnet eða stundum í fyrirdráttarvörpur, og eingöngu til
beitu. Uti á Skaga, i Nesjum og á Skagaströnd er að
eins lítið eitt veitt af síld i lagnet. I Nesj.um er sagt
að síldin gangi oftast út með Skaganum, en varla nokkurn
tíma vart við hana ganga inn nreð. Inn á Húnafjörð hefir
gengið mjög mikið af kópsíld, spiksild og millisíld á síð-
ari árurn í júnímán., og heíir hún einkum leitað inn und-
ir Blönduós, i jökulvatnið leirborna úr Blöiidu. Hún
heiir verið veidd töluvert á Blönduósi i. lagnet og með
fyrirdrætti, til beitu. Eg sá nokkrar síldir nýlega veidd-
ar, 5. júlí. Það var smá millisíld, ekki feit. I einni vott-
aði fyrir hrognum. 1 Miðiirði vita menn lítið um síld,
þvi hún heíir hingað tii ekki verið veidd þar, nema lítið
eitt á Heggstöðum. En þó. ætla menn, að smásild muni
vera tíð i firðinum og við Hvammstanga hefir hún sést
uppi i landsteinum. Fjörðuiinn lítur út fyrir að vera vel
lagaður fyrir síld, mjór og djúpur utan til, og smá-
grynkandi inn eftir. A Vatnsnesi verður aldrei vart við
síld inn á grunnum, en oft úti i álunum. Bæði á Skjálf-
anda, Skagafirði og Húnafióa lítur út fyrir að vel væri
fallið til að veiða síld í reknet, og ekki síður úti fyrir
Fljótum og kringum Skaga, en ekkert hefir verið reynt
til þess, nema það sem áður hefir verið greint um
Skjálfanda.
Hvalir og fiskigöngur. Samkvæmt þingsályktun, er
gerð var á siðasta alþingi, skoraði landshöfðingi á mig í
biéfi, dags. 31. okt. 1899, að leita þeirra upplýsinga,
sem mér væri auðið að afla mér án sérstaks kostnaðar,
um áhrif hvaladráps við streudur landsins á síld og þorsk-
göngur á firði inn. Tilefnið til þess, að þessi þingsá-