Andvari - 01.01.1901, Síða 146
128
lyktun var gerð, var sú, að á síðasta alþingi kom fram á-
skorun úr Eyjafjarðar- Þingeyjar- og Múlasýslum til
þingsins um að banna hvalaveiðar við Island. Nefnd sú,
er sett var til að íhuga þessa áskorun, leitaði álits míns
um málið og var áskorunin, eins og kunnugt er, eigi
tekin til greina, meðfram af þvj, að eg réð eindregið frá
því. I stað þess skoraði neðri deild þingsins á stjórnina
í áminstri þingsályktun, að láta rannsaka þetta mál að
því er frekast væri unt fyrir næsta þing.
A ferð minni um Austiirði 1898 hafði eg þegar leit-
að þeirra upplýsinga, er eg gat, a því svæði, eins og
skýrt er frá í skýrslu minni í Andv. 1899. í 28.—30.
tbl. ísafoldar 1899 og i svari mínu til nefndarinnar á
alþingi gerði eg nokkra grein fyrir skoðnnum mínurn
á málinu.
Eg hefi hér að framan skýrt frá því er eg hefi feng-
ið að vita um þorskgöngur og síldar við Norðurland, og
þá er næst að tala um hvalina. Þeir hvalir, er tíðir eru,
eða hafa verið við Norðurland, eru af tannhvölum: hnís-
ur, höfrungar og háhyrnur, af skíðishvölum: hrefnur,
hnúðar og sléttbökur, en mjög er vafasamt, hvaða hvala-
tegundir hinir 2 síðastnefndu eru; eg fekk ekki að sjá þá
og menn gátu hvergi nærri gefið mér svo nákvæma iýs-
ingu af þeim, sem nauðsynleg er til að geta ákveðið þær.
Eg býst þó við, að hnúður sé hnúfubakur (Megaptera)
og sléttbakan einhver reyðarhvalur, líklega sama og Fin-
hval Norðmanna (Balænoptera musculus), eða steypireiður
(B. Sibbaldi), en alls ekki sama og sléttbakur (Nordkaper).
A Skjálfanda eru hnisur, háhyrnur og hrefnur tíðar,
en þó minna en áður; eru þær oft með síld. Stórhveli
voru áður tið á vorin, í marz—maí, og á sumrin, en 4
til 5 síðustu ár mjög fátt um þau. Þó kom í sumar 2
daga í júnímánuði töluvert af þeim inn í flóann. Stór-
hvelin koma stundum með síld og þorski og stundum