Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 147
129
ekki, stnndum með smá-átu Norðanlands hafa menn
einna mest veitt hvölum eftirtekt við Eyjafjörð. Hnísur
eru þar tíðar og oft mikið af þeim, og eru þær skotnar
töluvert á útfirðinum. Háhyrnur og hvalir, er þar eru
nefndir skjöldungar (líklega háhyrnutegund), og hrefnur
eru alltiðar og oft með síld. Alt fram undir 1890 voru
stórhveli tið á firðinum, bæði »sléttbökur« (= Blaahval?),
»steypireiður« (= Finhval?), stóri og litli hnúður, tíðir,
en hurfu smásaman og eru nú mjög sjaldgæfir, að eins
einn eða tveir á stangli. Fyrrum fóru þeir alveg inn á
Poll, en eftir að menn gerðu tilraunir til að skutla þá
þar um 1860, hættu þeir alveg að koma þangað inn.
Nú sést þar að eins einstaka hrefna. Stórhvelin komu
helzt inn á fjörðinn með síld og oft með hafís, en ekki
alt af. — Um hvalgöngur á Skagafjörð er líkt að segja.
Smáhveli eru alltíð þar, en stórhveli, sem voru þar mjög
tíð fyrir um 20 árum, eru nú sjaldséð; eins er það í
Fljótum. Um 1890 komu hvalarar inn í fjörðinn og
lögðu hvali á Selvík og á Siglufirði hafa þeir haft auka-
stöð um nokkur ár. A Miðfjörð kemur töluvert af hvöl-
um, jafnvel stórhvelum (sléttböku og hnúð) á sumrin, og
eru þeir þar fram á haust; lögðust þeir heldur frá með-
an aflaleysið var þar, en á síðari árum eru þeir nærri
eins tíðir og áður. Við Vatnsnesið er töluvert af hvöl-
urn á haustin, einkum hnísu og háhyrnum, en stærri
hvölunum þykir fækka.
Þetta er það helzta, sem eg hefi fengið að vita um
hvalagöngurnar. Eftir því hefir stórhvelum fækkað mjög
mikið víðast við Norðurland á síðustu 10—20 árum,
en töluvert er þar af smáhvelum (hnísum, háhyrnum og
hrefnum); en þó skildist mér ekki betur en að þeir væru
sjaldgæfari en áður.
Það er almenn skoðun fiskimanna á Norðurlandi,
9