Andvari - 01.01.1901, Síða 148
130
að hvalirnir hafi allmikið að segja í sambandi við fiski-
veiðarnar, einkum síldarveiðarnar, og er sií skoðun rík-
ust við Eyjafjörð. I blaðagreinum Eyfirðinga 1898-—99
og áskoruninni til alþingis var því (sem er víst einkurn
skoðun Norðmanna) haldið fram, að hvalirnir rækju síid-
ina utan af hafi og inn á fjörðu og að svo þorskur og
annar fiskur elti síldina. En þegar eg svo heyrði álit
ýmissa hinna reyndustu og greindustu Eyfirðinga og ann-
arra, er eg hefi nafngreint áður, á þessu málefni, þá kom
það i ljós, að mjög fáir peirra voru á peirri skoðun, að
imalir rœkju síld eða annan fisk utan aj liafi inn á fjörðu.
Aftur á móti var það álit þeirra flestra, að hvalir væru
gagnlegir, þegar síldin væri komin inn í firðina, því þá
hrykki hún undan þeim lengra inn og inn á víkur í
þéttar torfur, svo hægara væri að ná henni i nótina, og
því væri miklu erfiðara að ná sild á síðari árum, siðan
hvölunum fækkaði, jafnvel þó hún gengi cins mikið í
firðina og áður. En ekki bar mönnum saman um, hver-
jar hvalategundir væru beztar til að styggja síldina og
halda henni upp við land. Margir töldu »sléttbökur« og
»hnúða« bezta; aðrir hrefnurog enn aðrir háhyrnur. Um
aðrar fiskigöngur (þorsk og ýsu) höfðu fáir nokkura á-
kveðna hugmynd og sumir neituðu því, . : ð nokkurt sam-
band væri í milli þeirra og hvala. Fáeinir menn neituðu
einnig, að hvalir hefðu nokkur álirif á síldarveiðar.
Eftir þessu að dæma litur út fyrir, að skoðanir
manna séu mjög skiftar í þessu máli, norðanlands eins
og annarstaðar. Og eg verð að segja það, að trúin á
nytsemi hvalanna í sambandi við fiskiveiðarnar stendur
þar, eins og viðar, á veikum fótum, og skal eg nú færa
nokkur rök fyrir því, auk þeirra, er eg hefi áður komið
með, og taka flest dæmin frá Norðmiandi.
Viðvíitjandi rekstrinum utan af hafi skal eg taka það
fram, að í sumar gekk mjög mikill fiskur (þorskur og