Andvari - 01.01.1901, Side 149
nl
ýsa) inn á flesta firöi nyrðra, án þess nokkuð yrði vart
við hvali og sízt stóra. I Eyjafirði gekk fiskurinn inn
að Hrísey og það hefir oft komið fyrir, áður en farið
var að drepa hvalina, að fiskur hefir ekki gengið lengra
inn í fjörðinn, eins og áður er sagt. 20 ára aflaleysis-
tímabilið á innfirðinum, sem Jb. A. M. getur um, bend-
ir á hið sama. Nú kynni einhver að segja, að það hafi
verið afleiðing af hvaladrápi útlendinga hér við land á
17. öld, en þeir veiddu hér að eins sléttbak (Nordkaper),
sem varla hefir sést hér við land alla 19. öld og lengur.
Mér heyrðist Eyfirðingar og fleiri leggja miklu meiri á-
herzlu á vöðuselinn og niðurburð úti fyrir,:eða utan til í
firðinum og ætisgöngur og jafnvel vindana, en á hvalina
í þessu sambandi. — Viðvíkjandi sildinni vil eg geta þess,
að það er algeng skoðun manna nyrðra, að hún komi
vestan með landi, haldi inn firðina vestanmegin, en út
austanmegin og svo austur með og fylgi átunni, o: fari
eins og straumar liggja, og mér var sagt i Olafsfirði, að
1899, sem var síldleysisár á Eyjafirði, hafi straumar legið
óvanalega utan til i Eyjafirði, aðallega út vestri álinn og
út frá Eléðinsfirði. Þessi stefna sildargangna bendir til
þess, að hvalir ráði engu urn göngu þeirra utan af hafi
né inni á fjörðum, og þar við bætist, að menn sögðu,
að síld hafi gengið flest ár meira eða minna i Eyjafjörð
siðustu 50 ár. í hitt eð fyrra og i haust gekk allmikil
síld i fjörðinn og í sumar kom allmiki) hafsíld á Haga-
nesvik án hvala. í Skagafjörð kemur sildin nú í sama
mund án hvala eins og áður með hvölum. A llkeljavík uT
við Steingrimsfjörð voru í sumar ogrynni af hafsild, en
engir hvalir.
Svo eru áhrif hvalanna á sildina og síldarveiðina
inni í fjörðunum. Þar eiga hvalirnir að vera nauðsyn-
legir til þess að síldin gangi inn i fjarðarbotna og víkur
9*