Andvari - 01.01.1901, Side 150
132
og eiga að geta haldið henni inni í vikunum dögun-
um saman. Þeir eru alls ekki nauðsynlegir til þess að
millisíld og spiksíld gangi fast að landi; það má sjá af
því, hvernig þess konar síld hefir hagað sér við Blöndu-
ós og í. sumar og oftar við Sauðárkrók. Um miðjan
júlí í sumar var mikið af þess konar síld á Akureyrar-
polli og aflaðist bæði í lagnet og nót, en leirhlaup úr
læk skemdi síldina, sem stóð í lásnum. A ísafirði voru
4 lásar fullir af spiksíld í sumar, þegar eg fór norður
um. Hafði Pollurinn þar þá undanfarið verið »fullur«
af síld, en engir hvalir. 23. júlí sáurn við áf gufuskip-
inu »Mjölni« síldartorfu fyrir utan Svalbarðseyri. Undan-
farna daga veiddust 150 tunnur af stórsíld og 20 tunnur
af smásíld á Litlárskógssandi og töluvert í lagnet í
Hrísey. Engir hvalir með. Fyrir 8 og 4 árum hafa
síldartorfur brotist inn í Olafsfjarðarvatn, án þess að
hvalir væru rneð, og í fyrra sumar var hafa síldartorfa i
mánuð inni á Hraunakrók í Fljótum, án hvala. Þessi
dæmi sýna, að jafnvel hafsíldin eða stórsíldin getur geng-
ið fast upp að landi án hvala, og eflaust mætti nefna
þess mjög mörg dæmi, ef menn hefðu skrifað þau upp
hjá sér. Sumir Eyfirðingar nefndu og önnur atriði, sem
hefðu áhrif á nótveiði. Töldu útrænu á daginn og logn
á nóttu bezt veður, því þá komi átan helzt inn og síld-
in gangi bezt að landi í hita og mest upp í sjó með
nýju og fullu tungli og fyrsta kvartili. Hér kemur þá
átan og fleira til greina.
Eg þykist þá hafa fært nokkur rök fyrir því, að
mjög efasamt sé, hvort hvalirnir séu nauðsynlegir fyrir
síldarveiðar og aðrar fiskiveiðar inni á fjörðum.
Eyfirðingar og fleiri kvarta yfir því, að afli hafi mink-
að mikið á síðari árum og vilja helzt kenna hvaladrápinu
um. Það er satt, að síldarafli hefur verið lítill á Eyja-
firði sum seinni árin, einkum 1897 og 1899, á móti því,