Andvari - 01.01.1901, Síða 151
133
sem hefir verið stundum áður; en í haust var hann mjög
góður og töluverður 1898. En um annan afla vil eg
taka það fram, að gera verður glöggan greinarmun á því,
hvort minkað hefir um fisk, eða hvort hlutir og ágóði
hafa minkað. Þar eð útgerð er nú liklega tífalt rneiri og
mikið dýrari en fyrir um 20 árum, þá má aflast marg-
falt meira alls en áður, til þess að ágóðinn verði líkur.
Gangi nú að jafnaði álíka mikið af fiski í fjörðinn og áð-
ur (og það álita sumir), þá er eðlilegt, að allir geti ekki
borið jafn-mikið úr býtum og fyrrum, því aflinn skiftist
á fleiri bendur, og vex ekki ávalt í sama hlutfalli og
önglafjöldinn. Það er því eðlilegt, að mexm kvarti, og þar
sem menn leggja nú miklu meira í kostnað og eiga því
meira undir fiskiveiðunum en áður, þá verður tregfiskið
tilfinnanlegra nú, og menn.halda svo að fiskur fari þvei’r-
andi, þótt það sé ef til vill alls ekki svo. Þetta er merki-
legt atriði og er sumum Eyfirðingum fullljóst.
Menn hafa látið í ljósi, að það ætti að friða hvalina
vegna hvalrekans, eða til þess að geyma oss þá, þangað
til að vér færum sjálfir að veiða hvali. Hvað sem ann-
ars rná segja um þetta, þá ætla eg að taka hér fram, af
því mér hefir láðst það áður, að hvalirnir eru flökkukind-
ur, er fara viða. Við Finnmörk í Noregi hafa nýlega
veiðst 2 steypireyðar og 1 hnúíubakur, er höfðu í sér
ameríska skutla. Það bendir á, að eigi sé nóg trygging
í því," að friða hvali á einum stað, því þeir geta þá veiðst
á öðrum. Svo ætla eg að lokum að taka það fram, að
af þeim 4 hvölum, er Norðmenn veiða hér aðallega, lifir
steypireyðurin (Blaahval) á sildarátu, en ekki á síld; Sei-
hval sömuleiðis; síldreki (Finhval, Silderör) einkum á
loðnu, síld og svo stærra fiski, t. d. þorski; og hnúfu-
bakur einkum á smáátu, loðnu, sandsíli og ef til vill
á síld.