Andvari - 01.01.1901, Page 152
134
Við trémaðk og viðœtu varð eg hvergi var norðan-
lands og hafði engar spnrnir af, að þau væru þar eða
hefðu verið í bryggjum eða skipum.
Tilraununum með reknetaveiðar var haldið áfram í
sumar frá Reykjavík.
Skipstjórinn, Geir Sigurðsson, hefir góðíúslega gefið
mér stutta skýrslu um veiðina og set eg hér hið helzta
úr henni.
»Skipið var norskur lóðsbátur, 24 smálestir og gott
gangskip. Skipverjar 8. Var að veiðum 23. júlí til 6.
sept. Afli 140 tnr. síldar, sem mest var dágóð þorsk-
beita, fryst jafnóðum og inn var komið.
Vanalega voru 30—40 net höfð með og hvert þeirra
16 fðm. langt, 5 fðm. djúpt; möskvinn i1/V'. Einnig
voru smáriðnari net lögð, en í þau veiddist lítið eða ekk-
ert. — Vanalega er búið að leggja kl. 8 e. m. og farið
að taka netin kl. 4 f. m., ef veður ekki hamlar.
Ef síld veiðist, er hún greidd úr netunnm jafnóðum
og þau eru dregin inn og látin í kassa, sem taka 5 tnr.
hver og muldum is mokað yfir hvert lag jafnóðum. —
Með þessari aðferð má geyma sildina óskemda í skipinu
1—2 sólarhringa.
Böndin í belgjunum (bólum.m) ráða, hversu netin
liggja djúpt i sjónum; vanalega voru þau höfð 3 —10
fðm. löng; en það fer eftir því, hvað haldið er að sildin
sé ofariega; en hún heldur sig þar sem átan er, og ef
kolkrabbi (smokkur) er með, er hún ofarlega. Eg tók
eftir átunni og eru það einkum krabbaflær, senr síldin
iifir á hér við Suðurlandið. A Eideyjar-grunninu var
hún troðfull af þessu í ágúst. Alls einu sinni sást síldin
ofan sjávar.
Bezt veiddist í Jökuldjúpi, 5 mílur SV af Snæfells-
jökli á 150 fðm., við Kolluál, 3 mílur N af Öndverðu-