Andvari - 01.01.1901, Page 154
Um kristnitökuna árið 1000.
Eftir
Björn Magnússon Olsen.
í Eimreiðinni VII. árg. i. hefti hefur vinur minn,
próf. Finnur Jónsson, ritað grein móti bæklingi mínum
um kristnitökuna. Mjer kom þetta ekki á óvart, því að
sumt er það í nefndu riti mínu, sem kemur mjög i bága
við skoðanir þær, sem F. J. hefur haldið fram, svo sem
þá, að ein hin helsta orsök til kristnitökunnar hafi verið
trúleisi almennings hér á landi á io. öldinni og hálf-
velgja hans í trúarefnum. Jeg lái ekki mínum heiðraða
vini, þó að hann vilji verja skoðanir sínar. Harin segir
sjálfur, að sjer hafi ekki gengið annað til að rita >>enn sú
kappgirni, sem er falin í því, að hver vill berjast firir því,
er hann álítur rjettast og sannast«. Þetta veit jeg, að hon-
um er alvörumál. Enn jeg vildi óska, að hann hefði
eklci bætt við orðunum:« »Hverjum þikir sinn fugl fagur«
— nijer ekki síður enn honum sinn«. Mjer er ánægja
að ræða þetta mál við hann með rósemi og stillingu,
ekki af því, að mjer »þiki minn fugl fiigur«, heldur af
því að mjer þikir sannleikurinn fagur — »truth is bcauty«,
segir enska skáldið — og vil firir hvern mun reina að
leiða hann í ljós. Og af sömu ástæðu er jeg honum
þakklátur firir andmæli lians, því að jeg er sannfærður
urn, að þau verða sannleikanum til skíringar, þó að það