Andvari - 01.01.1901, Síða 155
verði ef til vill ekki á þann hátt, sem höf. hefur hugs-
að sjer.
I grein sinni minnir F. J. rnig first á það, að kenn-
ari okkar beggja, gamli Madvig, hafi alt af tekið það skírt
fram, hvað stæði í heimildarritunum, og vitt harðlega alt
vísindalegt lirófatildur og loftkastala, sem heimildarritin
gæfu ekki tilefni til. Jeg þikist ekki þurfa þessarar á-
minningar, þvi að jeg fæ ekki sjeð, að jeg hafi í neinu
brotið á móti þessari gullvægu reglu. F. J. játar sjálfur,
að jeg hafi greint skírt í sundur frásögn heimildarritanna
og skíringar þær, sem jeg sjálfur leiði út úr þessari frá-
sögn, og er þá firri liður áminningarinnar óþarfur. Hvort
skíringar þær, sem jeg ieiði út úr heimildarritunum, eru
eintómur hugarburður minn, »hrófatildur« og »kastalar«,
úr því verða vísindin að skera með því að vega á rjetta
vog röksemdirnar bæði með og móti. F. J. hefur nú
reint að vega röksemdir mínar og fundið þær ljettar, enn
jeg mun nú sína, að hann hefur ekki haldið alveg rjett
á voginni.
First finnur höfundurinn að því, að jeg í riti mínu
»stari svo fast á Teit sem heimildarmann Ara fróða
(firir frásögninni um kristnitökuna), að jeg gleimi öllum
öðrurn heimildarmönnum hans, og Ari nefni þó marga
aðra«. »Það er svo sem auðvitað, að Ari hefur ekki að
eins spurst firir heldur og haft besta tækifæri til að spirj-
ast firir hjá mönnum úr öllum landsfjórðungum, og þetta
hefur hann eflaust gert«. Gerir höf. sig hjer ekki sekan
i því, senr hann ber mjer á brín, — að reisa upp ^ »vís-
indalegt hrófatildur« á undirstöðu, sem ekki er til í heim-
ildarritum? Að vísu hafði Ari ímsa fieiri heimildarmenn
enn Teit og tilgreinir þá sjálfur með nafni. Enn hann
segir alt a) um leið, hvað í frásögn sinni hann hafi haft
frá hverjum heimildarmanni, t. d. söguna um landaura-
gjald frá Þórkath Gellissyni, um nímæli Þórðar gellis frá