Andvari - 01.01.1901, Page 156
i38
Ulfheðni, um æfi lögsögumanna frá Markúsi Skeggjasini
o. s. frv., o. s. frv. Segir Ari þá nokkurs staðar, að
hann hafi haft frásögn sína um kristnitökuna frá öðrum
enn Teiti? Nei, hvergi! Enn í íslendingabók stendur:
»Þenna atburð sagði Teitr oss at því es kristni kom á
Island«. Og þó segir höf. — »frá eigin brjósti« — að
Ari hafi haft heimildir til þessa atburðar úr öllum lands-
fjórðungum, og befur um það orðið »eflaust«, sem hann
vítir hjá mjer. Enn — quod licet Jovi, non licet bovi,
Ólafur pá og Ólafur uppá er ekki það sama! Sínir þá
F. J. fram á nokkuð það í frásögn Ara um kristnitökuna,
er bendi til, að hann hafi haft aðrar heimildir til hennar
enn Teit? Nei! Jeg hef í riti mínu sínt fram á, að öll
frásögnin ber þess Ijósan vott, að hún er frá Teiti, eins
og Ari líka tekur sjálfur beinlínis fram. I frásögninni ber
langmest á Gizuri, afa Teits, og Hjalta, tengdasini Giz-
urar, og auk þess getur Ari þess beinlínis um eitt atriði,
að Teitur hafi haft það eftir sjónarvotti, svo að alt ber
að sama brunni. Getur vel verið, að Ari hafi vitað fleira
um kristnitökuna enn það, sem hann ritar (eftir Teiti),
enn um það er nú harla árangurslaust að leiða nokkrum
getum.
Þá átelur F. J. það, er jeg segi, að Hklegt sje, að
fleiri hafi verið kristnir af þeim, sem settust hjer að á
landnámsöldinni, enn þeir, sem Landnáma getur um.
Samt reinir hann ekki til, að hrekja líkur þær, er jeg ber
firir þessu, að sumir af þessum mönnum komu hingað
frá kristnum löndum, svo sem Irlandi, eða vóru þaðan
ættaðir, báru írsk nöfn eða vóru kvæntir írskum lconum.
Höf. treistir sér þó ekki til að neita því, að ímsir af
hinurn minni háttar mönnum ■— sem Landnáma vanalega
gengur þegjandi fram hjá—hafi verið kristnir, svo sem þræl-
ar Auðar; enn hann segir, að þetta sje »svo vita-þíðingar-
laust í sögu kristninnar, að óhætt hafi verið að sleppa