Andvari - 01.01.1901, Side 157
139
þeim«. Það er svo að sjá sem hinn heiðraði höf. hafi
ekki gert sjer vel ljósa söguna um útbreiðslu kristninnar
meðal heiðingja í öðrum löndum, sem vjer höfum áreið-
anlegar sögur af, að hann sknli láta sjer slíkt um munn
fara. Veit hann þá ekki, að kristindómurinn fjekk vana-
lega sína firstu filgjendur hjá olbogabörnum mannfjelags-
ins, þrælum og umkomulitlum fátæklingum, og náði síðan
smátt og smátt tökurn á æðri stjettunum? Það er nokk-
uð djarft að segja, að það sje »vita-þíðingarlaust« að sína
fram á, að slík undiralda hafi líka verið til lijer á landi.
F. J. furðar sig á því, að jeg »skuli ekki benda á,
að sögusögnin og meðvitundin um hina kristnu land-
námsmenn, er barna[barna]börn þeirra lifðu um iooo,
hafi kunnað að greiða götu firir hlíjum huga til kristn-
innar hjá niðjum þeirra, og verið á þann hátt ein af or-
sökunum til þess, að kristnin komst svo auðveldlega
fram«. Hjer hefur höf. lesið lauslega rit mitt og gerir
mjer raugt til, því að jeg hef tekið þetta fram víðar enn
á einum stað í riti mínu. A 5. bls. segi jeg: »Samt
sem áður er það líklegt, að einhverjar menjar krislninnar
hafi haldist við hjá niðjum pessara (kristnu landnáms-)manna
og öðrum út í frá, sem kinni höfðu af þeim, og að pau
jrakorn hafi siðan borið nokkurn ávöxt«, og færi jeg þar
til nokkur dæmi, er benda í þessa átt (sbr. einnig 11.
bls. rits míns).
Vjer komum nú að því, sem er mergurinn málsins; L pry
Hvaða orsakir leiddu til þess, að kristniboðið árið 1000 1
1 . . /1 l " '■ \ >
gekk svo gréiðlega ? Flvað kom til, að sjálfir goðarnir,
1 prestar heiðninnar, með lögsögumanninn í broddi filk-
ingar, snernst að lokum í lið með kristnum mönnum til
að koma kristninni á og sviku þann átrúnað, sem þeir
samkvæmt stöðu sinni vóru skildir til að vernda?
F. J. reinir sjálfur að gera sjer grein firir þessu, og
telur til ímsar ástæður, sera jeg hej lika talið sem með-