Andvari - 01.01.1901, Side 158
140
verkandi, svo sem viðgang kristninnar í öðrum löndum,
hnignun heiðninnar, sanmeiti við kristna menn erlendis,
þróun kristninnar í sjálfu landinu, stuðning Noregskon-
ungs, einbeittni forsprakka kristninnar o. fl., enn þó seg-
ir hann, að það hafi verið hið »almenna kœruleisi lands-
tnan'na í trúarefnum, sem langmest studdi og flutti fram
kristnina á Islandi«. Enn hjer brítur höf. á móti reglu
gamla Madvigs og fer lengra enn heimildarritin leifa.
Mjer dettur nú að vísu ekki í hug að neita því, að ímsir
landsmenn, og það jafnvel eigi allfáir, hafi verið kæru-
lnusir um trúna eða hálfvolgir. Þvert á móti hefjegtek-
ið skírt fram þessa veilu hjá heiðna flokknum í riti mínu
(t. d. á 81. bls.). Enn til hins eru engar heimildir í
fornritum vorum, að almenningur hafi verið kærulaus í
trúarefnum. Þó að einstök dæmi megi til finna, þá er
alveg rangt að eigna þeim alment sönnunargildi. Frá-
sögnin frá þinginu árið 1000 sínir það lika berlega, nð
hjer er ekki um neitt alment kæruleisi að ræða. Ekki
ber það vott um sltkt, sem öllum heimildarritum ber
saman um, að heiðingjar hafi ætlað að verja kristnum
mönnum vígi þingvöllinn, ekki heldur uppþotið, sem varð
að lögbergi eftir samkomuna þar, þegar kristnir menn og
heiðnir sögðu sig úr lögum hvorir við aðra, og síst af
öllu mannblótin, sem heiðingjar efndu til sínu málefni
til sigurs og engin ástæða er til að efa, þó að sögnin
um sigurgjöf kristiuna manna virðist vera nokkuð tor-
triggileg. A bak við þessi mannblót hlitur að liggja ein-
læg trú á mátt hinna fornu goða og heit löngun til að
bliðka þau og öðlast náð þeirra og liðsinni í baráttunni.
I einu orði má segja, að hinar miklu æsingar og dilgjur,
sem vóru milli flokkanna framan af þinginu, síni, að í
báðum flokkum vóru alvörumenn, sem ekki stóð á sama
um trúna, og þessir rnenn bera ægishjálm ifir hinagætn-
ari menn í báðum flokkum, alt þar til er úrsögnin verð-