Andvari - 01.01.1901, Page 159
ur. Þorgeirr lögsögumaður tekur það og beinlínis fram í
ræðu sinni, að í báðum flokkum sjeu ákafir æsingamenn
(»þeir er mest vilja í gegn gangast«), eigi siður i heiðna
flokknum enn í binum kristna.
Það er þvi auðsjeð á frásögn heimildarrita vorra frá
þessu merkilega þingi, að hjer er ekki um neitt alment
triileisi eða kæruleisi að ræða og að þetta getur ekki ver-
ið aðalorsökin til þeirra snöggu umskifta, sem verða eftir
úrsögnina. Enn hvað veldur þá þessum umskiftum?
Jeg hef haldið því fram, að helstu ástæðurnar til
umskiftanna hafi verið pólitiskar. F. J. neitar þvi, enn
heldur, að ræða Þorgeirs lögsögumans hafi riðið bagga-
muninn. Mjer liggur við að spirja: Hefur þá minn
heiðraði andmælandi nokkurn tíma lesið ræðu Þorgeirs
með athigli og hugsað um efni hennar? Hefur hann ekki
tekiö eftir því, að efnið í ræðu Þorgcirs er eingðngu póli-
tiskt? Þungamiðja ræðunnar eru viðvörunarorðin í niður-
lagi hennar: »Það mun verða satt, er vjer slítum sund-
ur lögin, að vjer munum slíta og friðinn«. Utan um
þennan kjarna er öll ræðan spunnin. Er ekki efnið i
þessum orðum eingöngu pólitiskt? Og hvernig getur þá
F. J. neitað því, að orsakirnar til kristnitökunnar hafi
einkum verið pólitiskar, og þó sagt í sömu andránni, að
ræða Þorgeirs hafi »lagt á smiðshöggið«?
Mjer dettur nú ekki i hug að neita því, að ræða
Þorgeirs hafi haft talsverð áhrif til að spekja æsingamenn-
ina í báðum flokkunum. Enn hún er ekki einhlít til að
skilja, hvernig á umskiftunum stendur. Við slík tæki-
færi, sem hjer er um að ræða, eru ræður, þó að mælskar
sjeu — og ræða Þorgeirs, eins og hún er hjá Ara, er als
ekki mælsk — ekki vanar að ráða úrslitum mála. Úrslit-
in eru vanalega ákveðin af flokkunum firirfram, og að
svo hafi verið hjer, á það bendir það, sem heimildarrit
vor segja urn samningana rnilli Þorgeirs og Halls af