Andvari - 01.01.1901, Page 160
142
Siðu (sbr. rit mitt á 100. bls.). Umskiftin, sem urðu á
þinginu, eru alveg óskiljanleg, nema bent verði á ein-
hverja brina nauðsin, sem hafi knúð hina gætnari og
vitrari höfðingja í heiðna flokknum til samkomulags.
Þetta er það, sem jeg hef reint að sína í riti minu, og
jeg þikist hafa fundið, að þessi brina nauðsin sje fólgin
í hinni pólitisku afstöðu flokkanna, eins og hún hafði
skapast firir rás undanfarinna viðburða.
Það sem jeg tel riti minu um kristnitökuna helst til
gildis, er það, að það sínir fram á sambandið milli kristni-
sögu landsins og stjórnarfarssögu þess og hver áhrif þetta
hvorttveggja hafði hvort á annað. F. J. þikist ekki sjá neitt
samband hjer á milli, og það mun einkum vera þessi
kafli rits míns, sem hann á við, þar sem hann talar um
»hrófatildur og kastala«, sem hvergi eigi sjer neina rót í
heimildarritum. Þetta kemur að minni higgju tii af þvi,
að hann hefur ekki gengið að þessu máli með alveg óvil-
höllum huga, heldur með skoðanir, sem hann hefur skap-
að sjer firirfram. Hann hefur þegar áður tekið það alt
saman gott og gilt, sem Vilhj. Finsen hefur sagt um
stjórnarsögu Islands fram að fimtardómssetningunni,1 og
1) Kennari minn Madvig tók þaS oft fram viS okkur
lærisveina sína, aö viS skildum ekki trúa á neinn mann í
blindni, heldur meta rneira röksemdir enn persónur. F. J. virð-
ist hafa brotið á móti þessari reglu, þar sem hann segir, að
Vilh. Finsen hafi »ómótrnælanlega sannað« það gegn Maurer,
að lögróttan hafi frá upphafi verið greind frá dómunum á
alþingi. I heimildarritunum er ekki talað um sjerstaka lög-
rjettu, greinda frá dómunum, fir enn við nímæli Þórðar gell-
is 965. Hvernig ástandið var firir þann tíma, vitum vjer
ekki. Vilh. Finsen hefur áliktað, að lögrjettan hafi verið
sjerstök frá upphafi, af þvl að svo var eftir 965. Enn fult
eins líklegt er hitt, sem Maurer heldur fram, að lögrjettan
hafi framan af (til 965) liaft bæði löggjafarvald og dómsvald,