Andvari - 01.01.1901, Qupperneq 161
*43
annaðhvort getur ekki sjeð eða vill ekki sjá, að rök þau,
sem færð hafa verið frarn gegn skoðunum Finsens bæði
af Konr. Maurer og mjer, hafi við neitt að stiðjast.
Hjer er ekki rúm til að fara nákvæmlega út í hina
elstu stjórnarsögu landsins, eða sína fram á það, sem mjer
virðist vera alveg ljóst, að Finsen hefur misskilið hana
frá rótum. Þeirn sem vilja skapa sjer sjálfstæða skoðun
um það, get jeg vísað til rita þeirra Fiusens og Maurers,
og til ritgjörðar minnar í Tírnar. Bókmentafjelagsins
1894 23.—27. og 127.—133. bls., til greinar minnar um
Kjalarnesþing í Germanistische abhandlungen zum 70.
geburtstag K. Maurers 127.—131. bls. og loks til rits
míns um kristnitökuna 14.—16., 41.— 56., 95.—97. og
105.—108. bls. Verið getur, að jeg síðar riti um þetta
efni sjerstaka ritgjörð. Hjer skal jeg að eins taka fram
hin helstu meginatriði, er sína, að undir skoðanir mínar
renna sterkar stoðir bæði frá heimildarritunum og frá
eðli hlutarins.
F. J. mun naumast neita því, að nógar sjeu heim-
ildir firir þeirri skoðun, að grundvöllurinn undir hinni
elstu stjórnarskipun íslands hafi verið algjörlega heiðinn,
að hver goði hafi sameinað í persónu sinni bæði trúnr-
legt vald og pólitiskt vald, eða verið í einu bæði hof-
?
/
því að svo var frá öndverðu í Noregi, enn þaðan liafði Úlf-
ljótr lög sín út lúngað. Báðir hafa nokkuð til síns máls.
Annar (V. F.) áliktar aftur í tímann frá því ástandi, sem
síðar var. Hinn (K. M.) áliktar fram í tímann frá hinu
upphaflega ástandi. Enn hvorugur getur sannað sitt mál
»ómótmælanlega«. Mál þetta kemur annars als eklci við
kristnitökunni, enn geta skal jeg þess, að mjer finst, að meiri
s ö g u 1 e g a r 1 í k u r renni undir skoðun Maurers, að hið
frumlega og forna firirkomulag, sem var í Noregi, liafi hald-
ist hjer framan af, enn reinslan síðan kent mönnum, að það
var heppilegra að greina löggjafarvaldið frá dómsvaldinu.
■;>v