Andvari - 01.01.1901, Page 162
í44
goði (o: heiðinn prestur) og veraldlegur höfðingi, og að
hið trúarlega vald hafi frá upphafi verið hin helsta undir-
staða undir hinu pólitiska veldi goðanna.
Enn þar sem nú hið trúarlega og hið pólitiska vald
goðanna var svo samtvinnað, þá þarf meira enn meðal-
blindni til að sjá ekki, að slíku valdi var hin mesta hætta
buin, ef heiðin trú, sem var grundvöllurinn undir þvf,
raskaðist, eða ef rnargir af þingmönnum goðans gengu
undan merkjum heiðninnar og tóku aðra trú, sem var
andstæð heiðninni og gat með engu móti samrímst henni.
Viðgangur kristninnar á ofanverðri ro. öld hlaut sam-
kvæmt hlutarins eðli að losa um sambandið milli goðanna
og þingmanna þeirra, og það því fremur sem samband
þetta var frjálst að lögum, hverjum þingmanni heimilt að
segja sig úr þingi og í þing hvers goða sem hann vildi.
I riti mínu um kristnitökuna hef jeg og sínt fram á, að
þeir menn, sem kristni tóku, gátu ekki með óskertri
samvisku haldið áfram að gegna þingmansskildum sínum
við goða sinn, svo sem að gjalda hoftoll, sem beinlínis
sjest á heimildarritunum, inna af hendi lögskil á þingum,
því að þá urðu þeir að sverja heiðna eiða að baugi, o. s.
frv. Og því síður gat heiðinn goði, ef hann tók kristni,
haldið áfram að halda uppi hofi og blótum eða gert lög-
skil á heiðnu þingi. Við þessum almennu röksemdum
hefur F. J. ekki reint að hreifa. Enn af þessu stafaði
mindun hinna »níju goðorða«, eins og jeg hef sínt í
riti mínu um kristnitökuna.
Sú ætlun mín, að »ní goðorð« hafi nfindast um
þessar mundir, stiðst eigi að eins við hlutarins eðli, held-
ur einnig við ímsa staði úr fornritum vorum, einkum við
einn stað í Þingskapaþætti Grágásar, borinn sarnan við
annan stað í Lögrjettuþætti og fleiri staði í Grágás. Stað-
urinn í Þingskapaþætti er svo:
»Þat er mælt í lögum vorurn, at vér skulum fjóra