Andvari - 01.01.1901, Side 164
14 6
Enn Ari segir líka á sama stað, að við nímæli Þórð-
ar gellis hafi orðið þrjú þing í hverjum fjórðungi, nema
í Norðlcndingajjórðnngi jjögur af ástæðum, sem hann til-
greinir; og þetta firirkomulag (4 fjórðungar, 13 þing, 39
goðar) vitum vjer að hjelst síðan allan þjóðveldistímann.
Við hvaða tímabil getur þá sú lísing á þingaskipun-
inni átt, sem greind var úr Þingskapaþætti, þar sem hún
ekki getur átt við tímann firir c. 965, nf því að hún
gerir ráð firir fjórðungaskiftingunni sem lögleiddri, og
ekki heldur virðist í fljótu bragði geta átt við tímann
eftir 965, af því að hún sínist gera ráð firir, að þingin
í Norðlendingafjórðungi hafi verið þrjú eins og í hinum
fjórðungunum ?
Hjer mundi nú »standa hnífurinn i kúnni«, ef ekki
væri til annar staður í Grágás, sem gerir nákvæmari og
rjettari grein firir því, hver goðorð vóru full og forn,
heldur enn staðurinn i Þingskapaþætti. Þessi staður er í
Lögrjettuþætti. Þar segir svo:
»Þeir menn tólf eigu lögréttusetu ór Norðlendinga-
jjárðungi, er fara með goðorð þau tólj, er par vóru pá
h'ójð, er peir áttu ping jj'ógur, enn goðar prir í hverju pingi.
Enn í 'öllum jjórðungum öðrum þá eigu menn þeir níu
lögréttusetu úr fjórðungi hverjum, er fara með goðorð
jull ok jorn, pau er pá vóru prjú í várpingi hverju, er ping vóru
prjií í jjórðungi hverjum peirra priggja, enda skulu þeir allir
hafa með sér mann einn ór þingi hverju enu forna, svá at
þó eignisk tólf menn lögréttusetu ór fjórðungi hverjum. Enn
forn goðor.ð Norðlendinga öll eru fjórðmgi skerð at
alpingisnejnu við jull goðorð önnur öll á landi hér.«1
Eins og staðurinn í Þingskapaþætti gerir þessi stað-
ur ráð firir fjórðungaskiftingunni sem lögleiddri, og orða-
lagið er alt svo likt því, sem er á hinum staðnum, að
1) Grág. Konungsb. 211. bls.