Andvari - 01.01.1901, Síða 165
147
báðir bérsínilega eiga við sama tímabil í sögu landsins.
Entt 1 þessi 1 staður greinir þingaskiputiina nákvæmar enn
hinn og''kemur, að því er hana snertir, alveg heim við
frásögn Ara um þingaskipun þá, sem komst á við nímæli
Þórðar gellis. Öll goðorð Norðlendinga, þau er lög-
rjettuseta 'filgdi, eru hjer beinlínis talin forn og óbeinlín-
is líka full — þetta felst i orðunnm: »full goðorð önnur
ölU. Það ntá og sjá á öðrum stöðum i Grágás, að
norðlensku goðorðin 12 vóru öll talin full og forn1, og
hef jeg sínt það Ijóslega i ritgjörð minni í Tímariti
Bókmentafjelagsins.2 Staðurinn í Staðarhólsbók, sem
vitnað var i, talar um »óslitin þing« tneð líkum orðum
og staðurinn, sent first var tilfærður úr Þingskapaþætti,
og skal jeg því taka hann upp orðrjett: »Ef maðr vegr
skógarmann nokkurn þeirra fjögurra, er hin meiri gjöld
eru á, ok skal hann þó lýsa sök þá at lögbergi á hönd
goðum þeim öllum í pingin Jornu, þau er pá vórn í peim
ýjórðungi, sem hann er í, er pingin vóru óslitin, ok þriðj-
ungsmönnum ’ þeirra öllum til skógarmannsgjalda«. Nú
er auðsætt að eins mátti lisa til skógarmansgjalda á
hönd goðunum í Norðlendingafjórðungi eins og á hönd
öðrum goðum, og að »þingin fornu« á þessum stað
hljóta að fela í sjer norölensku þingin. Enn staður þessi
gerir, eins og staðirnir i Þingskapaþætti og Lögrjettu-
þætti, ráð firir fjórðungaskipuninni sem lögleiddri, og
bendir því til tímans eýtir 9Ú5, að pá hafi um hríð
»ping verið óslitin«. Hvernig F. J. getur gagnvart öllum
þessurn stöðum haldið því fram, að það sje ekkert að
marka, þó að staðirnir tali um fjórðungaskipunina sem
1) Konungsbók I. 51. og 77. bls. og Staðarhólsbók
401,—402. bls.
2) Tímar. 1894, 131.—132. bls.
10*