Andvari - 01.01.1901, Side 166
148
lögleidda, þeir geti eins firir því átt við tímann firir'965,
er mjer alveg óskiljanlegt. Hann brítnr hjer beinlínis
gegn þeirri meginreglu gamla Maðvigs, sem hann er að
brína mig á, tekur ekki tillit til þess, sem firir liggur í
heimildarritunum.
Enn hvernig stendur á því, að staðurinn í Þing-
skapaþætti skuli telja 5 þing í Norðlendingafjórðungi
eins og hinum? Firir þessu gerir staðurinn í Lögrjettu-
þætti ljósa grein. Þar stendur, að öll forn goðorð Norð-
lendinga sjeu »fjórðungi skerð at alþingisnefnu*. Þetta
kemur heim við frásögn Ara í 5. k. Islendingabókar; þar
stendur: »enn þó (d: þó að norðlensku goðorðin væru
12, etin að eins 9 í hinum fjórðungunum) skvldi jöfn
dómnefna ok lögréttuskipun úr peirra (2: Norðlendinga)
fjórðungi sem úr einum hverjum öðrum«. Orðið alpingis-
nefna í Grágás bindur i sjer það tvent, sem Ari kallar
»dómnefnu og lögrjettuskipun«.' Enn hvað þíðir það,
að goðorð Norðlendinga eru »fjórðungi skerð að alþing-
isnefnu«. Auðvitað það, að hvert n'orðlenskt goðorð
jafngildir ekki meira enn s/4 (þrem fjórðu pörtum) móts
við hvert eitt goðorð í hinum fjórðungunum, að því er
til alþingisnefnunnar kemur. Enn nú er einmitt í Þing-
skapaþætti verið að tala um annan þátt alþingisnefnunn-
ar, dónmefnuna, og er það þá, að því er hana snertir,
1) Vilh. Finsen heldur, að alþingisnefna sje
sama sem dómnefna og bindi ekki í sjer lögrjettuskip-
unina. Enn þetta er ekki rjett. Staöurinn í Lögrjettuþætti
sínir, aS norSlensku goSarnir máttu ekki hafa meS sjer neinn
mann í lögrjettuna, enn goSarnir í hinum fjórSungunum einn
mann úr þingi hverju hinu forna, 0: hverjir 3 goSar höfSu
meS sjer einn mann. Hvert einstakt goSorö í þessum fjórS-
ungum var þá þriöjungi aukiS aö lögrjettuskipun
móts viö hvert eitt norSlenskt goSorS, eSa, sem er sama,
hvert eitt norSlenskt goSorS var fjórSungi skert.