Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 167
r49
alveg rjett, að 12 hin fornu goðorð í Norðlendingaf|órð-
ungi eru ekki talin fleiri enn níu, þar sem hvert þeirra
12 jafngildir 3ji (12 sinnum s/i = 9).
Þessi skilningur stirkist nú enn betur af þeim stað í
Þingskapaþætti, er segir frá skipun fimtardómsins;1 »Mann
skal neína i dóm þann fyrir goðorð hvert et forna, 9
menn úr íjórðungi hverjum«. Af þessum stað kinnu
sumir að vilja ráða, að fornu goðorðin í Norðlendinga-
fjórðungi hafi að eins verið níu eins og i hinurn (»fyrir
goðorð hvert, níu menn úr fjórð. hyerjunu). Enn nú vit-
um vjer firir víst, að fimtnrdómslög vóru sett alllöngum
tíma eftir nímœli Þórðar gellis, ekki fir enn um 1005, og
að norðleíisku goðorðin jornu vóru pá 12. Hjer er því,
eins og á hinum staðnum í Þingskapaþætti, undirskilið
ákvæðið í Lögrjettuþætti, að norðlensku goðorðin vóru
fjórðungi skerð að dómnefnu, gilda hvert um sig að
eins sem 3fi, að því er hana snertir2.
1) Konungsbók I, 77. bls.
2) F. J. segir (á 11. bls.) um þennan staö, að hér
»komi ekki 4. norðlenska þingið til greina«. Jeg get ekki
skilið þetta öðruvísi enn svo, að hann hugsi sjer, að eitt
heilt þing í Norlendingafjórðungi (hvert af þeini?) hafi verið
svift rjetti til dómnefnu í fimtardóm, enda kemur þessi skiln-
ingur heim við það, sem F. J. segir (efst á 11. bls.), að 3
af norðlensku goðunum hafi ekki fengið neitt með dómnefnu
að gera, og á þar við dómnefnuna aluient (líka dómnefnuna
í fjórðungsdómana á alþingi). Eftir þessu hefur h e i 11
n o r ð 1 e n s k t þing v e r i ð fulltrúalaust bæði í
fjórðungsdómi og fimtardómi! Enu þessi fjarstæða nær engri
átt, og voua jeg að minn heiðraði andmælandi hafi hjersagt f \
í ógáti annað, enn hann vildi sagt hafa. Vil jeg biðja hann
að lesa betur það, sem Fiusen segir um þetta í riti sínu
,Den isl. fristats institutioner* á 15. bls.