Andvari - 01.01.1901, Side 168
i5o
Af þeim stöðum, rjett skildum, sem nú vór,u greind-
ir úr Grdgás og Islendingabók Ara, er þá ljóst: . j
1) að til vóru goðorð, sem kölluð erujr.í Grágás
»full og Jorn«, og að þessi goðorð eru þau hin sörnu,
sem ■ ein fengu rjett til dómnefnu og lögrjettuskipunar
við nímæli Þórðar gellis, 39 samtals að tölu, 9 í hverj-
um fjórðungi, nema í Norðlendingafjórðungi 12. Þessi
sömu goðorð fengu síðar hlutdeild í dómnefnunni í fimt-
ardóminn; skildu þau nefna 36 dómendur af 48 í þenn-
an dóm, eða þrjá fjórðu hluta hans.
2) Grágás talar um, tímabil í sögu landsins, þegar
»þing vóru ósiitin«. Þetta tímabil er síðar enn nimæli
Þórðar gellis (c. 965).
Enn af þessu leiðir aftur tueð kníjandi nauðsin:
I. »Forn goðorð og full« hefðu ekki getað fengið
þessi nöfn (»jorn« og »jnll«), ef ekki hefðu síðar kom-
ið upp goðorð, sem vóru ní og ójull. Að vísu er hvergi
í heimildarritunum getið um nójulh goðorð, enn um ní
goöorö er getið og þau beinlinis sett í mótsetningu við hin
fornu (og fullu) goðorð. Það vóru þau, sem fengu c.
1005 hlutdeild í dómnefnunni í fimtardóminn.1 A stað
1) Vilh. Finsen heldur því frum, aö arið 9,65 hafi
bætst við eitt uítt þing í Norðlendingafjórðungi með 3 níj-
um goðum. Enn þetta hlítur að vera rangt, því að ö 1 1
norðlensku goðorðin eru talin bæði forn og full, enda er
auðsjeð á frásögn Ara, að firir 965 vóru þegar til orðin
minst 4 þing (með 12 goðum?) í Norðjendiugafjórðitngi, því
að hann talar um, að Hi'uivetningar hafi, ekki fengist til ,aí)
sækja þing í SkagafjórS og Þingeiingar ekki í Eijafjörð.
Þetta verður ekki skilið öðruvísi enti svo, að menn í hinum
fjórðungunum hafi viljað fá Norðlendinga til að leggjaniður
eitt af þeim þingunt, sem þar vóru íirir, með þvf að steipa
annaðhvort Húnavatnsþingi saman við Hegranesþing eða
Þingeijarþingi saman við Vaðlaþing.