Andvari - 01.01.1901, Qupperneq 169
þeim, er áður var tilfærður að nokkru úr Þingskapaþætti
(Konungsbók I, 77. bls.), standa íirst orð þau, er áður
vóru greind: »Mann skal nefna í dóm þann (o: fimtar-
dóm) fyrir goðorð hvert et ýorna 9 menn úr fiórðungi
hverjum«, og svo koma næst þessi orð: »Goðar þeir,
er en nýju goðorð hafa, skulu nefna eina tylftina í, dóm-
inn«. Nú vitum vjer af Grágás, að þessi goðorð nutu
eigi fullrjettis til móts við þau goðorð, sem nefnd eru
»forn og full«, áttu t. d. ekki þátt í dómnefnu i fjórð-
ungsdóma eða í dómana, sem haldnir vóru á vorþingum,
ekki heldur lögrjettusetu, þau vóru með öðrutn orðum
ekki full.1
II. Orðin »pá vóru ping óslitin« á tveim stöðum í
Grágás væru alveg óskiljanleg, ef ekki hefði síðar kornið
sá tími, að þingin slitnuðu sundur. A santbandinu i Grá-
gás sjest, að þar sem sagt er, að þing liafi verið óslitin,
er átt við hin fornu þing. Þessi þing hafa þá síðar orð-
ið slitin, auðvitað af þvi að ní ping með níjum höýðingjum
minduðust hingað og þangað, sem fleiguðu sundur hin
fornu þing. Enn nú þekkjum vjer ekki í sögu lands
vors neina aðra níja höfðingja, engin önnur »ní goðorð«
enn þau, sem fengu c. 1005 hlutdeild í fimtardómsnefn-
unni. Það hljóta því að hafa verið þessir höfðingjar,
þessi goðorð, »fimtardómsgoðorðin«, sem ollu því, að hin
fornu þing slitnuðu sundur.
Niðurstöðu þá, sem vjer höfum komist að hjer að
framan, má draga saman í þessi fáu orð:
Eftir nímæli Þórðar gellis ,(c. 965) hjelst þingaskip-
un sú, sent þá komst á, óbreitt um hrið. Vóru þá 3
1) ' Sbr. Konungsbók I 51. bls. Þar segir, að sa, er
vildi kveðja tilftarkviðar, skildi first spirja goðann: »ef þtx
hefir goðorð fult, at þú nefnir dórna fulla með ok berr tylft-
arkviðu«.