Andvari - 01.01.1901, Síða 170
I$2
þing í hverjum fjórðungi, nema fjögur í Norðlendinga-
fjórðungi, og goðar 3 í hverju þingi, samtals 39 goðar.
»Þá vóru þing óslitin«. Enn þegar frarn liðu stundir
slitnuðu þessi þing sundur við það, að ní þing með níj-
um höfðingjum minduðust til og frá um landið. Þau
goðorð, sem áður vóru til, vóru úr því nefnd forn, og af
því að hinir níju höfðingjar náðu aldrei jafnrjetti við hina
eldri, vóru hin fornu goðorð líka kölluð jull.
A þessu sjest, að það er ekki eingöngu hugarburður
minn, »hrófatiídur« eða »kastali«, að ní þing með níjum
höfðingjum hafi mindast og hin fornu þing slitnað sundur
um þessar rnundir, heldur felst þetta beinlínis í skílaus-
um orðum hinna fornu laga vorra, samanbornum við Is-
lendingabók Ara. F. J. ber ekki heldur á móti þvi, að
ní goðorð hafi mindast, enn hann heldur, að það hafi
ekki orðið fir enn c. 1005, þegar fimtardómslög vóru
sett. Þá hafi um leið verið stofnsett með lögum á al-
þingi 12 ní goðorð, »fimtardómsgoðorðin«, eingöngu til
þess að nefna eina tilft af fjórum i fimtardóminn. Þessi
skoðun hans stiðst eingönp-u við hinn alræmda stað í
Njálu 97. k., sem F. J. segir að sje »að engu leiti tor-
triggilegur«. Og þó þikir honum sjálfum káflinn um
lögrjettuna á þessum stað svo tortrigglegur, að hann vill
strika hann út úr sögunni, af því að hann vantar í eitt
handrit, sem hann hefir engan rjett til. Kaflinn urn lög-
rjettuna er ekki tortriggilegri enn frásögnin um tildrögin
til fimtardómssetningarinnar, að Njáll hafi komið henni
til leiðar eingöngu i því skini að útvega Höskuldi goð-
orð, til þess að Hildigunnr vildi giftast honum! Bæði
Konr. Maurer og Vilh. Finsen og þeir Lehmann og
Carolsfeld hafa sínt svo ljóslega íram á mart, sem er
beinlinis rangt í þessari frásögn Njálu um fimtardóms-
setninguna, að allur þessi kafli hlítur að teljast mjöggrun-
samur, og þá eigi síst það, að ni goðorð hafi við þetta