Andvari - 01.01.1901, Síða 171
153
tækifæri verið stofnsett á alþingi með lögum, sem er al-
veg á móti eðli goðorðsins og uppruna, eins og jeg hef
sint og sannað i riti mínu um kristnitökuna,1 og hefur
F. J. ekki einu sinni reint til að hagga við þeim rök-
semdum rnínum. Eða þá hitt, að nauðsinlegt hafi verið
að stofna ní goðorð eingöngu til að nefna eina tilft í
fimtardóminn — er það ekki tortriggilegt? Frásögn
Njálu um þetta atriði er bísna einfeldnisleg. »Hversu
skalt þú«, sagði Skafti, »nefna fimtardóminn •— er fyrir
forn goðorð er neíndur fjórðungsdómr — fernar tylftir, i
fjórðungi hverjum?« »Sjá mun ek ráð til þess«, segir
Njáll, »at taka upp ný goðorð«!l Hjer er heimskulega
spurt af Skafta, og drígindalega, enn þó einfaldlega svar-
að af Njáli. Eins og nokkur vandkvæði þirftu að vera á
því firir fornu goðana að nefna menn í fimtardóminn, þó
að þeir hefðu áður nefnt í fjórðungsdómana! Þurftu þeir
að skapa sjálfum sjer keppinauta, setja sjálfir með lög-
um á laggirnar níja höfðingja, eingöngu vegna dómnefn-
unnar í fimtardóminn?! Auk þess eru orð Njálu um
dómnefnuna óljós. Það sjest als ekki á sögunni, hversu
marga af dómendunum niju goðarnir áttu að nefna, virð-
ist jafnvel liggja beinast við að skilja oið hennar svo, að
níju goðarnir hafi-átt að nefna alla 48 dómendur, og
fornu goðarnir hafi engan þátt átt í dómnefnunni, enn af
Grágás vitum vjer, að níju goðarnir nefndu að eins ciivi
tilft af fjórum, enn fornu goðarnir þrjár. Og þrátt firir
alt þetta segir F. J., að þessi staður sje »að engu leiti
tortriggilegur«! Nei! Höfundur Njálu er að vísu einhver
hinn mesti ritsnillingur, sem land vort hefur átt, að orð-
færi, niðurskipun efnisins, persónulísingum o. fl. Enn
þegar hann á að lísa lögum vorum eða stjórnarfari, er
hann ekki óskeikull. Jafnvel sá maður, sem mildast
1) Bls. 43.-44.