Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 172
dæmir um hann, Vilhjálmur Finsen, sínir þó fram á
langa runu af vitleisum, sem hann hefur gert sig sekan
í, að því er þetta snertir.1
Jeg hef sínt fram á, að Njála lœtur fimtardómssetn-
inguna gerast, áiur en kristni var lögtekin. Af því ræð
jeg, að Höskuldur hafi tekið upp Hvítanesgoðorð nokkru
firir 1000 og síðan hafi þetta nija goðorð ásamt hin-
um fengið hlutdeild í fimtardómsnefnunni, þegar íimt-
ardómur var í lög leiddur nokkrum árum eftir kristni,
enn munnmælin hafi síðan gert þessa tvo viðburði sam-
tiða, af því að þeir vóru svo nátengdir hvor öðrum. F.
J. neitar nú að vísu ekki, að það sje rjett, að Njála setji
fimtardómslögin á undan kristni — það getur hann ekki
— enn hann segir, að það komi til af þvi, að kristni-
þátturinn í Njálu sje innskotsgrein i sögunni, því að
hann standi á röngum stað eftir timatali sögunnar og
sje henni óviðkomandi. Þessu verð jeg að neita. Hvor
okkar er það hjer, sem vill ganga fram hjá því sem í
heimildarritunum stendur? Kristniþátturinn er þó í öllurn
handritum Njálu. Að því er tímatalið snertir, þá er það
satt, að Njála gerir sig hjer seka í þeirri villu að iáta
Skafta vera lögsögumann firir iooo, enn hann tók ekki
lögsögu fir enn 1004. Enn þorir F. J. að íullirða, að
höfundi Njálu hafi verið kunnugt um, á hvaða árum
Skafti var lögsögumaður? Meðan það er óvíst, getur
þessi villa ekki verið ástæða til að fella burt kristniþátt-
inn sem síðari viðauka. Onnur ósamkvæmni enn þessi
er ekki, svo að jeg sjái, í timatali Njálu, og þátturinn
stendur als ekki á röngum stað eftir tímatali sögunnar,
þó að afstaða hans í sögunni við fimtardómssetninguna
komi í bága við rjett tímatal. Það er og ekki rjett, að hann
1) V. Finsen, Om den oprindel. ordning af den isl.
fristats institutioner 105.—106. bls.